Bætir aftur í úrkomu á Austurlandi

Frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Nú hefur dregið úr úrkomu en …
Frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Nú hefur dregið úr úrkomu en aftur mun bæta í hana, samkvæmt spám. Ljósmynd/Ómar Bogason

Það bæt­ir aft­ur í úr­komu á Aust­ur­landi í dag og úr­komu er spáð á morg­un. Því er erfitt að segja hvenær hætta á skriðum á Aust­ur­landi, þá sér­stak­lega á Seyðis­firði, verði yf­ir­staðin. 

Að minnsta kosti þrjár skriður féllu að byggð á Seyðis­firði í gær­kvöldi en marg­ar skriður stöðvuðust í hlíðinni. Veður­stof­an á eft­ir að mæla um­fang skriðnanna en sér­fræðing­ur á of­an­flóðavakt seg­ir að hugs­an­lega séu ein­hverj­ar þeirra með þeim stærstu sem hafi fallið í byggð á Seyðis­firði í lang­an tíma.

Á annað hundrað íbú­ar þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín í gær og gistu þeir hjá vin­um og ætt­ingj­um í nótt. Hættu­stig er í gildi vegna skriðuhættu á Seyðis­firði og óvissu­stig í gildi á öllu Aust­ur­landi.

„Það er enn rým­ing í gildi á þeim hús­um sem voru rýmd í gær. Það hef­ur ekki breyst. Það dró úr úr­komu í nótt og verður úr­komum­inna í dag svo staðan er akkúrat núna skap­legri en hún var í gær,“ seg­ir Magni Hreinn Jóns­son, sér­fræðing­ur á of­an­flóðavakt hjá Veður­stofu Íslands.

Eng­in ákvörðun tek­in um heim­komu

Er þá út­lit fyr­ir að hætt­an verði bráðum yf­ir­staðin?

„Svo bæt­ir aft­ur í úr­komu í dag og úr­komu er spáð á morg­un.“

Hef­ur eitt­hvað verið rætt um það hvenær fólk get­ur snúið aft­ur á heim­ili sín?

„Nei, þetta er bara metið jafnóðum svo sem svo það er ekki búið að taka nein­ar ákv­arðanir um það.“

Þekkt er að aur­skriður falli á þeim stöðum sem þær féllu á Seyðis­firði í gær. Þess­ar voru þó að öll­um lík­ind­um óvenju­stór­ar. 

„Það hafa fallið skriður á öll­um þess­um stöðum en hugs­an­lega eru ein­hverj­ar þeirra með þeim stærstu,“ seg­ir Magni en tek­ur fram að Veður­stof­an hafi ekki mælt stærð þeirra. 

„Það voru alla vega þrjár sem féllu að byggð að minnsta kosti. Svo voru marg­ar sem stöðvuðust upp í hlíð í gær­kvöldi svo voru svona skruðning­ar og læti í hlíðinni í gær­kvöldi þar sem var svona minna grjót að hreyf­ast og minni hreyf­ing­ar,“ seg­ir Magni, spurður um fjöld­ann. 

mbl.is