Allar hendur upp á dekk

Slökkviliðsmenn að störfum fyrir austan.
Slökkviliðsmenn að störfum fyrir austan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Kristjáns­son, slökkviliðsstjóri á Seyðis­firði, var ásamt sín­um mönn­um að und­ir­búa dæl­ingu ná­lægt höfn­inni þegar mbl.is bar að garði. Sagði hann að helsta hlut­verk slökkviliðsins á þess­ari stundu að reyna að koma í veg fyr­ir tjón á innviðum. Tím­inn verði að leiða í ljós hvort lagna­kerfi bæj­ar­ins hafi skaðast. 

„Við erum ein­fald­lega að hjálpa dælu­kerf­inu sem er orðið yf­ir­fullt,“ seg­ir Kristján. Að sögn hans hef­ur slökkviliðið mest­megn­is verið í því að dæla úr hús­um þar sem kjall­ar­ar voru sums staðar orðnir yf­ir­full­ir af vatni. Eins að dæla vatni úr görðum við hús til að reyna að koma í veg fyr­ir tjón. 

Kristján Kristjánsson slökkviliðsstjóri.
Kristján Kristjáns­son slökkviliðsstjóri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kristján seg­ir að ástandið sé þannig að í raun séu all­ar hend­ur upp á dekk. Menn fari í þau störf sem þurfi að sinna. 

„Við vit­um ekk­ert hvort það verður mikið tjón af þessu í kerf­um bæj­ar­ins. Við tök­um bara dag­inn í dag og svo kem­ur morg­undag­ur­inn með sín verk­efni og þá kem­ur kannski eitt­hvað í ljós,“ seg­ir Kristján. 

Spurður hvort að beyg­ur sé í fólki þá seg­ir Kristján að menn horfi frek­ar á þetta sem verk­efni sem þurfi að leysa. „Þetta er ekk­ert gam­an en þetta er bara verk­efni sem þarf að leysa,“ seg­ir Kristján. 

mbl.is