Andstaða við hagræðingu gerði útslagið

Örvar Marteinsson hefur sagt skilið við Landssamband smábátaeigenda (LS) og …
Örvar Marteinsson hefur sagt skilið við Landssamband smábátaeigenda (LS) og er nú formaður Samtaka smærri útgerða. Hann segir mikla andstöðu hafa verið innan LS við breytingar sem gætu greitt leið stækkunar og hagræðingar í stéttinni. mbl.is/Árni Sæberg

Árið 2013 tóku nokkr­ir út­gerðar­menn sig sam­an og stofnuðu Sam­tök smærri út­gerða um leið og þeir sögðu skilið við Lands­sam­band smá­báta­eig­enda. „Um það bil 25 bát­ar eru skráðir í sam­tök­in og fé­lagið því til­tölu­lega lítið, en þetta eru bát­ar sem eru í rekstri allt árið og köll­um við þetta oft fé­lags­skap at­vinnu­mann­anna í króka­afla­marks­kerf­inu,“ seg­ir Örvar Marteins­son, formaður sam­tak­anna og einn af eig­end­um Sverrisút­gerðar­inn­ar ehf. í Ólafs­vík.

Klofn­ing­ur­inn varð vegna skiptra skoðana inn­an LS um hvort hvetja ætti stjórn­völd til að breyta skil­grein­ingu smá­báta til að ná yfir báta allt að 15 metr­um að lengd og eins að gera ýms­ar lag­fær­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi veiða. Örvar seg­ir það hafa valdið mikl­um breyt­ing­um inn­an LS þegar strand­veiðikerfið var tekið upp fljót­lega eft­ir banka­hrun en þá fjölgaði mjög í stétt smá­báta­út­gerðarmanna og hóp­ur­inn varð ekki jafn eins­leit­ur og áður því nýliðarn­ir í grein­inni eru aðeins starf­andi á sjó hluta úr ári.

„Gríðarleg­ur fjöldi af nýj­um at­kvæðum kom inn í Lands­sam­bandið og áhrif þeirra sem stunda veiðar árið um kring þynnt­ust út sem því nam. Fljót­lega kom í ljós, þegar reynt var að beina stefnu sam­bands­ins í til­tekna átt, að á meðal fé­lags­manna var mik­il andstaða við hvers kyns breyt­ing­ar sem gætu greitt leið stækk­un­ar og hagræðing­ar í stétt­inni.“

Kvóti kæmi í stað veiðidaga

Að sögn Örvars eru mjög skipt­ar skoðanir um hvernig smá­báta­veiðum skuli háttað en op­in­ber umræða gefi rang­lega þá mynd að þeir sem starfi við smá­báta­út­gerð séu ein­huga. Meðal deilu­mála er hvort leyfa eigi smá­bát­um aukið veiðarfæra­frelsi til að auka af­köst og hag­kvæmni um­fram það sem hægt er með hand­færa- og línu­veiðum. „Er rétt að und­ir­strika að slík­ar breyt­ing­ar myndu ekki taka neitt af strand­veiðimönn­um þó aðrir mættu hagræða.“

Örvar minn­ist þeirra viðtaka sem hann fékk á fundi LS, skömmu áður en hann kvaddi Lands­sam­bandið, í þá veru að grá­sleppu­veiðum yrði stýrt með kvóta frek­ar en með veiðidaga­kerfi. „Haf­rann­sókna­stofn­un kem­ur með til­lögu um það hversu marga daga hver grá­sleppu­bát­ur má vera að veiðum og ráðherra gef­ur út reglu­gerð í sam­ræmi. Fyr­ir mörg­um árum var svig­rúmið tölu­vert og gátu smá­báta­út­gerðir vænst þess að fá 80 til 90 veiðidga en upp á síðkastið hef­ur niðurstaðan verið 25 til 40 dag­ar.“

Ekki eru allir á einu máli í sambandi við tilhögun …
Ekki eru all­ir á einu máli í sam­bandi við til­hög­un grá­sleppu­veiða. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Bend­ir Örvar á að fyr­ir vikið sé mun erfiðara fyr­ir sjó­menn að skipu­leggja veiðarn­ar, sem fara aðallega fram yfir sum­ar­mánuðina. „Grá­sleppu­veiðar geta haf­ist 1. mars og eng­inn veit fyrr en reglu­gerðin kem­ur út hversu marg­ir veiðidag­arn­ir verða. Ger­ist það jafn­vel stund­um að regl­urn­ar eru ekki birt­ar fyrr en eft­ir að veiðar hafa haf­ist. Þetta veld­ur því að mjög snúið er að gera hvers kyns áætlan­ir um rekst­ur­inn og ill­mögu­legt að fá mann­skap til að taka þátt í veiðunum ef þær vara bara hluta úr sumr­inu. Eng­inn er að fara að ráða sig á grá­sleppu­bát ef hann veit ekki hvort hann hef­ur vinnu í 25, 30 eða 40 daga.“

Seg­ir Örvar að sum­ir smá­báta­út­gerðar­menn hafi leyst vand­ann með því að hafa tvo eða þrjá báta til umráða og geta þannig veitt sam­fleytt næst­um allt sum­arið. „En þetta er álíka hag­kvæmt og ef leigu­bíl­stjóri mætti bara taka farþega í einn til­tek­inn bíl einn mánuðinn og þyrfti að skipta yfir í ann­an bíl í næsta mánuði.“

Minni sveigj­an­leiki en sömu gjöld

Örvar bend­ir á margt fleira sem mætti gera til að stuðla að meiri hagræðingu í smá­báta­veiðum, auka verðmæta­sköp­un og bæta rekstr­ar­for­send­ur. Hann seg­ir smá­báta­út­gerðir búa við óþarfa höml­ur sem t.d. tor­veldi sjó­mönn­um að stunda veiðar þegar von er á besta verðinu á markaði.

„Það er ein­fald­lega þjóðhags­lega óhag­kvæmt að geta ekki stillt veiðarn­ar bet­ur í sam­ræmi við aðstæður og eft­ir­spurn, og það þegar grein­in er að auki bund­in við mjög kostnaðar­söm veiðarfæri. Þrátt fyr­ir all­ar þær tak­mark­an­ir sem smá­báta­út­gerðir verða að búa við þurf­um við samt að borga sömu veiðigjöld­in og aðrir sem veitt geta með mun hag­kvæm­ari hætti og stýrt veiðunum þannig að þeir fá marg­falt hærra verð fyr­ir afl­ann,“ seg­ir hann. „Ég tel að sömu veiðgjöld, en mun strang­ari tak­mark­an­ir, séu að öll­um lík­ind­um á skjön við stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi. Sem dæmi má nefna að veiðigjöld á stein­bít eru ca. 10% af brúttóafla­verðmæti fyr­ir okk­ur, en ör­ugg­lega a.m.k. helm­ingi minni fyr­ir tog­ar­ana.“

Glíma við mikla nei­kvæðni

Þrátt fyr­ir að hafa kvatt Lands­sam­band smá­báta­eig­enda seg­ir Örvar að það væri ósk­andi ef smá­báta­út­gerðir gætu snúið bök­um sam­an til að vinna að bætt­um hag allra. Ekki veiti af sam­stöðu í grein­inni þó það væri bara til að bæta þjóðfé­lagsum­ræðuna sem er allt of oft nei­kvæð í garð sjáv­ar­út­vegs­ins.

Örvar segir umræðuna um greinaina verða fyrir of neikvæðri umræðu.
Örvar seg­ir umræðuna um greinaina verða fyr­ir of nei­kvæðri umræðu. mbl.is/​Al­fons Fins­son

„Mér finnst það furðulegt að þessi und­ir­staða þjóðarefna­hags­ins skuli enda­laust verða fyr­ir barðinu á nei­kvæðri umræðu og stöðugt deilt um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið. Var það þó þetta kerfi sem varð hvat­inn að þeirri hagræðingu sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur þurfti á að halda svo að af­kom­unni varð snúið úr mín­us í plús og auður skapaður fyr­ir alla þjóðina. Ekki nóg með það held­ur spratt upp úr þessu kerfi svaka­leg ný­sköp­un í mat­vælaiðnaði og há­tækni,“ rek­ur Örvar.

„Þrátt fyr­ir allt þetta er nei­kvæðnin svo mik­il að maður þorir varla að færa það í tal á manna­mót­um að maður starfi við fisk­veiðar. Er það líka merki­legt að eins og stjórn­mála­menn virðast reiðubún­ir að greiða götu flestra at­vinnu­greina þá eru þeir svaka­lega fljót­ir að leggja steina í götu okk­ar sem vinn­um í sjáv­ar­út­veg­in­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: