Ástandið á Seyðisfirði metið aftur í birtingu

Aurskriður féllu á Seyðisfirði á þriðjudag. Hér má sjá skriðuna …
Aurskriður féllu á Seyðisfirði á þriðjudag. Hér má sjá skriðuna í hlíðinni. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Enn er hættu­stig í gildi á Seyðis­firði vegna skriðuhættu. Á annað hundrað íbúa á svæðinu hafa ekki fengið að snúa aft­ur á heim­ili sín að fullu síðan skriður féllu þar á fimmtu­dags­eft­ir­miðdag. Ástandið verður aft­ur metið í birt­ingu, sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ing­um frá al­manna­vörn­um.

Veður­stof­an hafði ekki fengið upp­lýs­ing­ar um frek­ari skriðuföll í byggð á Seyðis­firði í nótt þegar blaðamaður hafði sam­band. 

Einnig er óvissu­stig í gildi á öllu Aust­ur­landi vegna skriðuhættu en íbú­ar á Eskif­irði, á ákveðnum svæðum nærri Lamb­eyr­ará og Grjótá, hafa verið beðnir um að fara að öllu með gát og fylgj­ast með aðstæðum.

Mik­illi rign­ingu spáð áfram

Veður­stofa Íslands hef­ur gef­ur gefið út app­el­sínu­gula úr­komu­viðvör­un sem gild­ir til klukk­an 9.00. Áfram er mik­illi rign­ingu spáð en hún mun valda aukn­um grunn­vatnsþrýst­ingi og viðhalda þannig hárri grunn­vatns­stöðu.
„Áfram er því hætta á vatns­flóðum og skriðuföll­um. Mikið álag er á frá­veitu­kerfi og mikl­ar lík­ur á vatns­tjóni. Klukk­an níu í fyrra­málið tek­ur svo við gul úr­komu­viðvör­un hjá Veður­stof­unni fyr­ir sama svæði. Þá er spáð áfram­hald­andi tals­verðri rign­ingu með sömu áhrif­um og til­heyr­andi hættu,“ seg­ir í færslu al­manna­varna á Face­book. 
Lög­regl­an á Aust­ur­landi
Í gær voru frá­veitu­kerfi í bæn­um og göt­ur hreinsaðar af aur sem gekk inn í bæ­inn þegar skriðurn­ar féllu.
Hér er hægt að kynna sér varn­ir og viðbúnað vegna aur­skriðu.
mbl.is