Einn smitaður gæti sett allt á hliðina

Jens Hilmarsson varðstjóri.
Jens Hilmarsson varðstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jens Hilm­ars­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, hef­ur áhyggj­ur af því að upp komi kór­ónu­veiru­smit á Seyðis­firði á sama tíma og bæj­ar­bú­ar tak­ast á við vanda­mál tengd aur­skriðunum sem hafa fallið í bæn­um.

Í til­kynn­ingu í morg­un var fólk ein­mitt beðið að gæta að sér.

„Við höf­um verið rosa­lega hepp­in hér á Aust­ur­landi að vera smit­lág,“ seg­ir Jens og bæt­ir við að íbú­ar hafi passað sig mjög vel í far­aldr­in­um. Núna reyni aft­ur á móti enn frek­ar á að fólk fari var­lega þegar fólk er í nán­ari sam­skipt­um, fari inn á hjálp­armiðstöðvar og snerti jafn­vel sömu kaffi­könn­urn­ar. „Einn smitaður í svona um­hverfi get­ur sett allt á hliðina,“ seg­ir hann.

Fólk fari ekki aust­ur í erfiðar aðstæður

Jens hvet­ur fólk sem býr ekki á svæðinu og á ekki brýnt er­indi þangað að fresta því ein­hverja daga að heim­sækja bæ­inn „og gefa okk­ur séns á að kom­ast í gegn­um þetta erfiða verk­efni og ná aft­ur átt­um“. Hann held­ur áfram og seg­ir bæj­ar­brag­inn hafa riðlast mikið. „Ég veit að það er fullt af fólki sem á hér hús­eign­ir sem ekki býr hérna, sem hef­ur áhyggj­ur af sín­um hús­eign­um, sem er mjög skilj­an­legt.“

Lög­regl­an ætl­ar að bregðast við þeim fyr­ir­spurn­um sem hafa komið og kanna eign­irn­ar. Eig­end­urn­ir eru beðnir að vera í sam­bandi við 112 eða björg­un­ar­sveit­ina Ísólf og láta vita af eign­um sín­um. „Við för­um og skoðum þær fyr­ir viðkom­andi ein­stak­linga miklu frek­ar en að fá fólk aust­ur ofan í erfiðar aðstæður hérna á Seyðis­firði. Þær verða erfiðar á meðan þetta rign­ing­ar­tíma­bil stend­ur yfir,“ seg­ir varðstjór­inn.

Fólk sem býr á rým­ing­ar­svæðinu í bæn­um hef­ur aft­ur á móti fengið grænt ljós á að huga að hús­um sín­um og eig­um. 

mbl.is