Ekki óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið

Aurskriðurnar hafa sett mark sitt á bæinn.
Aurskriðurnar hafa sett mark sitt á bæinn. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Um hálf tíu­leytið í gær­kvöldi kom lítil aur­spýja niður á milli tveggja rýmdra húsa í lækj­ar­far­vegi við Botna­hlíð á Seyðis­firði. Hún hélst í far­veg­in­um að göt­unni en náði inn á og yfir göt­una. Ekk­ert tjón er sjá­an­legt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Aust­ur­landi. 

„Veður­spá ger­ir ráð fyr­ir auk­inni úr­komu á Aust­ur­landi með morgn­in­um.  Af þeim sök­um telst ekki óhætt að fara inn á rým­ing­ar­svæðið að sinni. Næstu til­kynn­ing­ar er að vænta um klukk­an hálf ell­efu í birt­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Á annað hundrað íbúa á Seyðis­firði þurftu að rýma heim­ili sín eft­ir að hættu­stigi var lýst yfir vegna skriðufalla. Hættu­stig er enn í gildi. 

mbl.is