Grásleppufrumvarp til Alþingis

Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upptöku kvótakerfis í grásleppuveiðum hefur …
Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upptöku kvótakerfis í grásleppuveiðum hefur verið dreift á Alþingi. mbl.is/Sigurður Ægisson

Frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða var dreift á Alþingi í gær. Frum­varp­inu fylg­ir einnig kvóta­setn­ing veiða á sand­kola og sæ­bjúg­um.

Nái frum­varpið fram að ganga verða grá­sleppu­veiðar skipu­lagðar með sama hætti og veiðar annarra teg­unda í gegn­um kvóta­kerfi en veiðarn­ar hafa til þessa hef­ur verið stjórnað með út­gefn­um veiðidög­um. Þá er gert ráð fyr­ir að hver grá­sleppu­veiðileyf­is­hafi fái út­gef­inn kvóta á grund­veilli veiða und­an­far­inna ára.

Þá er gert ráð fyr­ir í frum­varp­inu að sett verður há­marks afla­hlut­deild í teg­und­inni og mun hún nema 2% af heild­arafla­marki.

Mikl­ar deil­ur hafa verið um kvóta­setn­ingu meðal smá­báta­út­gerðarmanna, en meiri­hluti þeirra sem stunda grá­sleppu­veiðar eru hlynnt­ir kvóta­setn­ingu á meðan aðrar smá­báta­út­gerðir, svo sem strand­veiðisjó­menn, eru mót­falln­ir þess­um hug­mynd­um. Hart var tek­ist á um málið á aðal­fundi Lands­sam­band Smá­báta­eig­enda.

Einnig sand­koli og hrygg­leys­ingj­ar

Sam­hliða kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða legg­ur rík­is­stjórn­in einnig til í frum­varpi sínu að út­gefið verður afla­mark fyr­ir sand­kola. Þá seg­ir í grein­ar­gerð að um langt skeið hafi Haf­rann­sókna­stofn­un hafi aðeins lagt til afla­mark á af­mörkuðu svæði „þar sem bein­ar veiðar á sand­kola voru ekki stundaðar utan þess. Frá ár­inu 2016 hef­ur ráðgjöf­in gilt fyr­ir Íslands­mið.“

Jafn­framt legg­ur rík­is­stjórn­in til að kvóta­setn­ing verði komið á vegna veiða á hrygg­leys­ingj­um og er í grein­ar­gerð bent á auk­inn áhuga á ígul­ker­um og sæ­bjúg­um. Þá hafi sókn­in verið slík að heild­arafli sæ­bjúgna hafi verið um­fram veiðiráðgjöf und­an­far­in fisk­veiðiár og að veiðar hafa verið stöðvaðar áður en veiðitíma­bili lýk­ur.

Áhuginn á sæbjúgum hefur aukist mikið undanfarin ár.
Áhug­inn á sæ­bjúg­um hef­ur auk­ist mikið und­an­far­in ár. mbl.is/​Al­bert Kemp

„Vegna end­ur­skoðunar ráðgjaf­ar er út­lit fyr­ir að afli á næsta fisk­veiðiári verði allt að 60% minni en fyr­ir tveim­ur árum. Þetta er óheppi­legt, leiðir til kapp­hlaups um veiðarn­ar, verri um­gengni um afla og skaðar verðmæta­sköp­un í vinnslu og markaðsstarfi. Lé­leg af­koma mun vera af veiðunum. Hef­ur þetta raun­ar leitt út­gerðir skipa á þess­um veiðum til að leita gagn­kvæmra samn­inga sín á milli um skipt­ingu veiðimagns,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þá sé ljóst að þurfi al­menna heim­ild í lög­um til út­hlut­un­ar svæðis­bund­inna afla­heim­ilda fyr­ir stofna hrygg­leys­ingja.

mbl.is