Óvissustig enn í gildi - mikill samhugur í fólki

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna skriðuhættu. Staðan þar er óbreytt frá í dag og rým­ing enn í gildi. Óvissu­stig er á öllu Aust­ur­landi. Þrjú hlaup urðu í dag í Búðará auk aur­skriðuflóðs við Selstaði og lokaðist veg­ur vegna þess. Þá féll lít­il skriða á Eskif­irði sem ekki þykir kalla á frek­ari viðbúnað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Enn er spáð úr­komu aust­an­lands sem fara á auk­andi með hlé­um fram á sunnu­dag. Því er ljóst að hlíðin ofan Seyðis­fjarðar sé enn óstöðug og bú­ast má við skriðum í takt við aukna úr­komu.

Á Seyðis­firði er hreins­un­ar­starf hafa gengið vel. Þar hef­ur aur og vatn runnið inn í nokk­ur hús en sam­hug­ur er sagður í íbú­um. Mikið og gott starf hef­ur verið unnið af hendi.

Veður­stof­an mæl­ir enn með rým­ing­um sem sjást á mynd hér að neðan. Þar eru einnig merkt varúðarsvæði þar sem íbú­um er bent á að fara gæti­lega, enn geti orðið þar skriður. Þá er mælt með að fólk dvelj­ist ekki eða gisti í her­bergj­um á jarðhæð sem snúa að hlíðinni eða ofan í kjöll­ur­um húsa. 

Enn er þeim til­mæl­um beint til fólks að ferðast ekki til Seyðis­fjarðar að óþörfu. Vegna sótt­varn­ar­sjón­ar­miða er svæðið talið viðkvæmt. Á meðan ástandið var­ir eru þeir sem hyggj­ast ferðast til Seyðis­fjarðar beðnir um að leita til lög­reglu um ráð í síma 444-0600 eða í gegn­um net­fangið aust­ur­land@log­regl­an.is.



Kort/​Lög­regl­an
Seyðisfjörður.
Seyðis­fjörður. mbl.is/​Pét­ur Kristjáns­son
mbl.is