Mega huga að húsum sínum og eigum

Unnið er að hreinsun.
Unnið er að hreinsun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Aust­ur­landi seg­ir að í ljósi aðstæðna sé íbú­um á rým­ing­ar­svæði nú heim­ilað að huga að hús­um sín­um og eig­um, í sam­ræmi við verklag sem notað var í gær og gafst vel.

Lög­regl­an seg­ir að það sé rétt að fólk gefi áður fram við vett­vangs­stjórn í húsi björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs og fái leiðbein­ing­ar og fylgd inn á svæðið.

Staðan á Seyðisfirði nú fyrir hádegið.
Staðan á Seyðis­firði nú fyr­ir há­degið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Veður­spá fyr­ir Seyðis­fjörð er þess eðlis að ekki þykir óhætt að aflétta rým­ingu að öðru leyti eða hættu­stigi. Næstu til­kynn­ing­ar frá aðgerðastjórn er að vænta um klukk­an þrjú í dag.

Eft­ir­far­andi til­kynn­ing barst svo frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­an­um á Aust­ur­landi.

Áfram hættu­stig al­manna­varna á Seyðis­firði og óvissu­stig á Aust­ur­landi

„Hættu­stig er áfram í gildi á Seyðis­firði og óvissu­stig á Aust­ur­landi vegna skriðuhættu. Mik­il rign­ing var á Seyðis­firði frá klukk­an 17 í gær og ákefð úr­komu enn meiri um kvöld­mat­ar­leitið. Skriða féll í nýj­um far­vegi um klukk­an 21 og fór hún milli tveggja húsa. Í morg­un hljóp svo í Búðará.

Veður­spá til morg­uns er óhag­stæð og hef­ur app­el­sínu­gul úr­komu­viðvör­un Veður­stofu Íslands verið fram­lengd um sól­ar­hring.

Minna hef­ur rignt á Eskif­irði og í Nes­kaupstað og ástandið þar metið þokka­legt. Veður­spá ger­ir ráð fyr­ir að draga muni úr úr­komu á morg­un og er gul úr­komu­viðvör­un í gildi frá klukk­an 09:00 í fyrra­málið til klukk­an 16:00.

Í ljósi aðstæðna mun íbú­um á rým­ing­ar­svæði nú heim­ilað að huga að hús­um sín­um og eig­um í sam­ræmi við verklag sem notað var í gær og gafst vel. Rétt er að gefa sig áður fram við vett­vangs­stjórn í húsi björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs og fá leiðbein­ing­ar og fylgd inn á svæðið.

Veður­spá fyr­ir Seyðis­fjörð er þess eðlis að ekki þykir óhætt að aflétta rým­ingu að öðru leyti eða hættu­stigi. Næstu til­kynn­ing­ar frá aðgerðastjórn er að vænta um klukk­an þrjú í dag.“

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðis­firði. mbl.is/​Pét­ur Kristjáns­son
mbl.is