Ráðgjöf í loðnu upp á 22 þúsund tonn

Vertíð. Beitir NK og Venus NS að veiðum 2016. Enn …
Vertíð. Beitir NK og Venus NS að veiðum 2016. Enn er óvissa með veturinn mbl.is/Börkur Kjartansson

Sam­kvæmt niður­stöðum loðnu­mæl­inga í síðustu viku hef­ur veiðiráðgjöf í loðnu í vet­ur verið end­ur­skoðuð. Mæl­ing­in leiðir til veiðiráðgjaf­ar upp á 21.800 tonn og kem­ur í stað ráðgjaf­ar frá því í októ­ber um eng­an afla.

Haustið 2019 var gefið út upp­hafsafla­mark á vertíðinni í vet­ur upp á 170 þúsund tonn, en það var dregið til baka í haust.

Ráðgjöf­in verður end­ur­met­in þegar niður­stöður mæl­inga í byrj­un árs 2021 á stærð veiðistofns­ins liggja fyr­ir. Eng­ar loðnu­veiðar voru við landið á þessu ári og því síðasta, en árið 2018 voru veidd alls 287 þúsund tonn af loðnu við landið.

Niður­stöður leiðang­urs­ins byggja á um­fangs­mik­illi yf­ir­ferð í Græn­lands­sundi og norður af Íslandi. Haf­ís í Græn­lands­sundi hefti yf­ir­ferð þar veru­lega en loðnu var að finna í námunda við haf­ís­inn. Því gæti verið um að ræða van­mat á stærð veiðistofns. Kynþroska loðnu var að finna skammt aust­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg sem er aust­læg­ari út­breiðsla en und­an­far­in ár, seg­ir í skýrslu um ráðgjöf­ina á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: