Ráðgjöf í loðnu upp á 22 þúsund tonn

Vertíð. Beitir NK og Venus NS að veiðum 2016. Enn …
Vertíð. Beitir NK og Venus NS að veiðum 2016. Enn er óvissa með veturinn mbl.is/Börkur Kjartansson

Samkvæmt niðurstöðum loðnumælinga í síðustu viku hefur veiðiráðgjöf í loðnu í vetur verið endurskoðuð. Mælingin leiðir til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn og kemur í stað ráðgjafar frá því í október um engan afla.

Haustið 2019 var gefið út upphafsaflamark á vertíðinni í vetur upp á 170 þúsund tonn, en það var dregið til baka í haust.

Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir. Engar loðnuveiðar voru við landið á þessu ári og því síðasta, en árið 2018 voru veidd alls 287 þúsund tonn af loðnu við landið.

Niðurstöður leiðangursins byggja á umfangsmikilli yfirferð í Grænlandssundi og norður af Íslandi. Hafís í Grænlandssundi hefti yfirferð þar verulega en loðnu var að finna í námunda við hafísinn. Því gæti verið um að ræða vanmat á stærð veiðistofns. Kynþroska loðnu var að finna skammt austan við Kolbeinseyjarhrygg sem er austlægari útbreiðsla en undanfarin ár, segir í skýrslu um ráðgjöfina á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: