Rétt komu bílunum undan skriðunni

Smiðurinn Hjalti Þorkelsson með skófluna í hendi.
Smiðurinn Hjalti Þorkelsson með skófluna í hendi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vor­um að vinna hérna í hús­inu og heyr­um skyndi­lega mikla skruðninga. Þá sá ég aur­flóð koma niður. Ég kalla á strák­ana og bið þá að koma að kíkja á þetta. Þegar ég var bú­inn að fylgj­ast með þessu í 10-15 sek­únd­ur fattaði ég að skriðan var á leiðinni á bíl­ana okk­ar sem voru fyr­ir utan. Ég og vinnu­fé­lagi minn stukk­um út. Það mátti ekki seinna vera því skriðan var kom­in upp á hálfa hurð á fólks­bíln­um hjá vinnu­fé­lag­an­um,“ seg­ir Hjalti Þorkels­son smiður sem var að störf­um í bens­ín­stöð Ork­unn­ar á Seyðis­firði þegar aur­skriðurn­ar féllu í bæn­um í  fyrra­dag. 

Óku þeir fé­lag­ar svo í burtu á síðustu stundu áður en aur­inn hlóðst upp, lenti á hús­inu og sprengdi upp hurð á því en þeir höfðu verið að störf­um við end­ur­bæt­ur á hús­inu. 

Ógrynni af leðju barst inn í húsið.
Ógrynni af leðju barst inn í húsið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ógrynni af leðju inn í húsið

Að sögn Hjalta fór ógrynni af leðju inn í mitt húsið. „Önnur hurðin hafði opn­ast sjálf. Það tókst með herkj­um að loka hurðinni þegar við vor­um bún­ir að moka frá. Svo gát­um við ekk­ert gert neitt annað en að fara í hreins­un­ar­starf, að hreinsa frá niður­föll­um og öðru,“ seg­ir Hjalti. 

Eins og sjá má á meðfylgj­andi ljós­mynd­um er hreins­un­ar­starf­inu ekki al­farið lokið en í bak­grunni er hurðin sem spratt upp þegar aur­inn lenti á henni. 

Hjalti upplifði sig aldrei í hættu.
Hjalti upp­lifði sig aldrei í hættu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hjalti upp­lifði sig aldrei í hættu á meðan ósköp­in dundu yfir. „Maður hugsaði ekk­ert svo­leiðis. Maður henti sér bara í stíg­vél­in, óð drull­una upp að hné og fór að reyna að moka frá hurðinni til að reyna að loka henni,“ seg­ir hann. 

mbl.is