Sameina fjölda ferðaþjónustufyrirtækja

Raufarhólshellir er hluti af sameiningu.
Raufarhólshellir er hluti af sameiningu. Lava Tunnel

Eld­ey og Kynn­is­ferðir hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um sam­ein­ingu fé­laga í eigna­safni Eld­eyj­ar og Kynn­is­ferða. Við það sam­ein­ast rekst­ur Kynn­is­ferða, Arcan­um Fjalla­leiðsögu­manna, Logakórs og Sport­köf­un­ar­skóla Íslands, auk þess sem sam­einað fé­lag mun verða minni­hluta­eig­andi í Íslensk­um Heilsu­lind­um, Lava Center og Raufar­hóls­helli. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

„Með sam­ein­ing­unni verður til eitt stærsta ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins. Mark­mið sam­ein­ing­ar­inn­ar er að gera samrunaaðila bet­ur í stakk búna fyr­ir öfl­uga viðspyrnu grein­ar­inn­ar þegar ferðalög hefjast af full­um þunga, með aukn­um krafti í sölu- og markaðsstarfi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Sam­komu­lagið er gert með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og munu samrunaaðilar ekki tjá sig frek­ar um viðskipt­in meðan á málsmeðferð stend­ur. 

mbl.is