Styrkja greiningu hringorma og hákarlsverkun

mbl.is/Þorkell

Alls fengu verk­efni tengd sjáv­ar­út­vegi eða ann­ars kon­ar starf­semi tengd haf­inu út­hlutaðar rétt tæp­ar 207 millj­ón­ir króna úr Mat­væla­sjóði, en fyrsta út­hlut­un sjóðsins fór fram í gær. Eru þetta um 43% af heild­ar­út­hlut­un sjóðsins en hún nam 480 millj­ón­um króna til 62 verk­efna. Í heild bár­ust sjóðnum 266 um­sókn­ir.

Úthlutað var í fjór­um flokk­um og er fyrsti flokk­ur­inn verk­efni sem eru á hug­mynda­stigi. Alls fengu 36 slík verk­efni 97 millj­ón­ir. Þar af voru 12 haf­tengd verk­efni og hlutu þau 33,8 millj­ón­ir.

Þá fengu níu verk­efni sem miða að því að afla nýrr­ar þekk­ing­ar styrki fyr­ir alls 157 millj­ón­ir króna. Þar af fimm verk­efni sem tengj­ast haf­sókn og fengu þau 100,3 millj­ón­ir króna eða 64% af út­hlut­un flokks­ins. Fjög­ur þess­ara verk­efna eru leidd af Matís en fjöldi fyr­ir­tækja koma að þeim.

Þá voru 14,9 millj­ón­ir veitt­ar Matís vegna grein­ing­ar á hring­orm­um, 22,5 millj­ón­ir í verk­efni sem snýr að há­karls­verk­un, 22 millj­ón­ir í verk­efni sem nær til streitu lax­fiska og 24,9 millj­ón­ir vegna verk­efn­is um hliðar­af­urðir þör­unga­vinnslu. Í flokkn­um hlutu einnig Síld­ar­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes og Ísfé­lagið 16 millj­ón­ir sem nýta á í verk­efni sem snýr að notk­un nýrra þráa­varn­ar­efna og stöðug­leika mak­rílmjöls.

Gælu­dýrasn­arl

Alls fengu átta verk­efni sem kom­in eru af hug­mynda­stigi en eru þó ekki til­bú­in til markaðssetn­ing­ar 100 millj­ón­ir og voru tvö þeirra tengd afurðum hafs­ins og hlutu þau 30,6 millj­ón­ir króna. Voru það ann­ars Marpet ehf. sem hlaut átta millj­ón­ir í verk­efni er snýr að þróun heilsusn­arls úr síld fyr­ir gælu­dýr og hins veg­ar Síld­ar­vinnsl­an sem hlaut 22,6 millj­óna styrk vegna verk­efn­is sem miðar að því að vinna prótein úr hliðar­af­urðum mak­ríls.

Að lok­um fengu níu verk­efni með það að mark­miði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn styrk upp á 127 millj­ón­ir. Þrjú þeirra tengj­ast sjáv­ar­af­urðum og fékk Nice­land Sea­food 15 millj­ón­ir króna til þess að markaðssetja fros­inn fisk í Banda­ríkj­un­um. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fengu 21 millj­ón í markaðssókn þorsks í Bretlandi og Íslands­stofa hlaut 6,3 millj­óna styrk vegna kynn­ing­ar á söltuðum þorski í Suður-Evr­ópu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: