„Allir standa með Seyðfirðingum“

Frá Seyðisfirði í dag.
Frá Seyðisfirði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisráðherra segir að hugur allra sé nú hjá íbúum á Seyðisfirði „núna þegar við fylgjumst með fréttum af ægilegum aurskriðum sem falla nú á bæinn. Við bíðum enn fregna af nýjustu skriðunni en landsmenn allir standa með Seyðfirðingum í dag.“

Þetta kemur fram í færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti á Facebook.

„Viðbragðsaðilar eru núna á staðnum að legga allt kapp á að koma öllum í öruggt skjól á meðan hætta steðjar að. Við fylgjumst grannt með stöðunni og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að aðstoða við rýmingu en enn rignir á svæðinu og aðstæður því mjög erfiðar. Við sendum þeim okkar bestu óskir. Við munum öll hjálpast að við að bæta þetta tjón og vinna að úrbótum til framtíðar,“ skrifar hún ennfremur. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is