Áslaug segir þyrlu tilbúna og til taks

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir þyrlu Land­helg­is­gæslu Íslands til­búna og til taks ef þörf kref­ur. Hún seg­ir þegar búið að virkja allt mögu­legt viðbragð sem þarf til að tryggja ör­yggi fólks og koma fólki í skjól. 

Þegar kom­inn hóp­ur til að meta skaðann

Áslaug seg­ir þegar hafi verið komið á hóp til að vera til­bú­in að greina stöðuna og bregðast við þeirri neyð og eyðilegg­ingu sem þarna er.

„Það eru auðvitað björg­un­ar­sveit­ir, lög­reglu­fólk og Land­helg­is­gæsl­an,“ seg­ir Áslaug.

Eins og greint var frá í dag er Týr, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, á leiðinni til Seyðis­fjarðar. Til viðbót­ar seg­ir Áslaug þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vera til­búna.

„Allt kapp er nú lagt á að rýma Seyðis­fjörð og einnig hluta af Eskif­irði, eft­ir að hættu­stig var boðað á Eskif­irði. Þyrl­an er til­bú­in og til taks ef þörf kref­ur. Al­manna­varn­ir eru meðvituð um það og munu kalla eft­ir allri þeirri aðstoð sem get­ur þurft næstu klukku­tíma og næstu daga,“ sagi Áslaug Arna.

Ger­ir þú ráð fyr­ir að fara aust­ur?

„Við þurf­um að leyfa fólki að klára bregðast við þeirri stöðu sem er uppi og koma fólki í skjól. Svo skoðum við það.

Hug­ur okk­ar hjá fólk­inu fyr­ir aust­an, við mun­um gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að aðstoða í þess­ari stöðu og styðja við með öll­um mætti. Það er auðvitað stutt í jól og hug­ur okk­ar er hjá fólki fyr­ir aust­an og björg­un­araðilum næstu klukku­tím­ana og daga.“

mbl.is