„Ég byrjaði bara að gráta“

Condula Schrand var stödd í Reykjavík þegar hún fékk tíðindin …
Condula Schrand var stödd í Reykjavík þegar hún fékk tíðindin í morgun og tók næsta flug til Egilsstaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cond­ula Schrand frá Þýskalandi, eig­andi húss­ins Breiðabliks sem færðist um 50 metra í aur­skriðu á Seyðis­firði í nótt, var stödd í Reykja­vík þegar hún fékk slæmu tíðind­in.

„Ég fékk sím­tal í morg­un frá vin­konu og hún sagði mér að húsið hefði farið af grunn­in­um og ég byrjaði bara að gráta. Ég gat ekk­ert sagt og var í al­gjöru áfalli. Ég tók næsta flug til Eg­ilsstaða,“ seg­ir Shcrand í sam­tali við mbl.is en hún er kom­in til Seyðis­fjarðar þar sem hún verður í sótt­kví næstu daga.

Var að skipu­leggja af­mæl­is­veislu

Hún var stödd heima hjá sér í Ham­borg þegar hún heyrði fyrst af aur­skriðunum í bæn­um. Þá var hún að skipu­leggja af­mæl­is­veislu fyr­ir 85 ára móður sína. „Ég er húsa­smíðameist­ari og það hef­ur verið mikið að gera þetta ár og ég hef unnið mikið síðustu vik­ur. Ég var orðin úr­vinda og var að von­ast til að fá nokk­urra daga frí,“ seg­ir hún en það varð al­deil­is ekki raun­in. Til að bæta gráu ofan á svart hef­ur árið verið henni erfitt því hún hef­ur misst fimm ætt­ingja, meðal ann­ars úr Covid-19.

Þegar Schrand heyrði af fyrstu aur­skriðunni sem féll í bæn­um var hún að vona að kjall­ara­h­urðin á hús­inu sínu hefði haldið en í gær­kvöldi frétti hún að mik­ill aur hefði flætt inn í kjall­ar­ann. Þar var mikið af af­gangs­bygg­ing­ar­efni sem er vænt­an­lega ónýtt.

Húsið hennar Condulu Schrand, Breiðablik, er ónýtt eftir atburði næturinnar.
Húsið henn­ar Cond­ulu Schrand, Breiðablik, er ónýtt eft­ir at­b­urði næt­ur­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kláruðu að gera upp húsið í fyrra

Núna von­ast hún til að hægt verði að kom­ast inn í húsið og bjarga ein­hverj­um af gömlu hús­gögn­un­um sem eru þar, lista­verk­um föður henn­ar, per­sónu­leg­um eig­um og hluta af eld­hús­inu. Hún lauk því að gera upp húsið síðasta sum­ar og ætlaði að halda upp á sex­tugsaf­mælið sitt næsta sum­ar með öll­um vin­um sín­um. „Þeir ætluðu all­ir að koma og sjá húsið mitt.“

Árið 1998 keypti vin­ur henn­ar henn­ar húsið og byrjaði að vinna í því. Hann hafði orðið ást­fang­inn af Íslandi og hvatti hana til að koma í heim­sókn. Þau urðu svo ást­fang­in og eignuðust barn. Þau byrjuðu árið 2000 að end­ur­byggja efri hluta húss­ins sem var illa far­inn. Eft­ir nokk­urra ára hlé hófst vinn­an aft­ur við húsið. „Nokkr­um árum síðar fund­um við út að und­ir­stöðurn­ar voru að bresta og myndu ekki end­ast þannig að við lyft­um hús­inu með stöpl­um fyr­ir neðan og steypt­um grunn. Hann er von­andi ennþá þar,“ grein­ir Schrand frá.

Frá Seyðisfirði í gær.
Frá Seyðis­firði í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gám­ar send­ir frá Ham­borg

Spurð út í trygg­inga­mál seg­ist hún ekki hafa hug­mynd um stöðuna á þeim. „Ég á eng­an pen­ing. Ég gerði þetta frá grunni sjálf. Ég lét senda þrjá gáma frá Ham­borg til Seyðis­fjarðar með bygg­ing­ar­efni,“ seg­ir hún en tek­ur fram að hún hafi fengið mikla hjálp frá vin­um. „Þetta eru 15 ár af ævi minni núna.“ Óvíst er með næstu skref en fyrr­ver­andi maður henn­ar hef­ur boðist til aðstoða hana við að end­ur­byggja húsið.

Spurð nán­ar út í áfallið sem hún varð fyr­ir vegna húss­ins seg­ir hún það kannski eiga eft­ir að brjót­ast enn bet­ur fram síðar. Núna reyn­ir hún að brosa í gegn­um tár­in. „Ég sendi ná­granna mín­um á bens­ín­stöðinni þar sem húsið mitt stend­ur núna skila­boð um að hann væri á jörðinni minni og ég vildi fá borgaða leigu frá hon­um,“ seg­ir hún og hlær. „Hann hef­ur ekki svarað mér en kannski ætti þetta að vera öf­ugt.“

Skriður hafa fallið úr Nautaklauf á íbúabyggð á Seyðisfirði. Í …
Skriður hafa fallið úr Nautak­lauf á íbúa­byggð á Seyðis­firði. Í nótt féllu þar tvær skriður og færðu hús við Aust­ur­veg, sem kall­ast Breiðablik, um 50 metra af grunni sín­um. Kort/​mbl.is
mbl.is