Ekki áður verið gert á þessari öld

Seyðisfjörður var rýmdur í dag.
Seyðisfjörður var rýmdur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna aurskriðuhættu var íbúum alls bæjarfélagsins á Seyðisfirði gert að yfirgefa heimili sín í dag. Til þess hefur ekki komið síðan rýma þurfti Súðavík eftir mannskæð snjóflóð árið 1995.

Þar áður hafði heilt bæjarfélag ekki verið rýmt síðan í eldgosinu í Heimaey árið 1973.

Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.

Hann segir einnig að vel hafi gengið að rýma þau svæði sem rýmingaráætlun náði til. Samtakamáttur íbúa væri mikill og allir legðust á eitt við að leysa úr þeim vandamálum sem við blöstu.

Þegar mbl.is ræddi við hann í dag sagðist hann ekki hafa endanlegan fjölda þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín.

Alls létust 14 í snjóflóðunum í Súðavík árið 1995, einu …
Alls létust 14 í snjóflóðunum í Súðavík árið 1995, einu mannskæðasta snjóflóði Íslandssögunnar. mbl.is/RAX
mbl.is