Fólk kom hlaupandi og hópaðist saman í faðmlögum

Fólk kom hlaupandi saman eftir að skriðan féll og faðmaðist. …
Fólk kom hlaupandi saman eftir að skriðan féll og faðmaðist. Drunur glymja í bænum hálftíma eftir að skriðan hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil ringulreið er nú á Seyðisfirði eftir að risavaxin skriða féll á bæinn um klukkan þrjú, en skriðan er enn að falla, um hálftíma síðar. Blaðamaður mbl.is á staðnum segir að hvarvetna megi sjá blikkandi ljós og viðbragðsaðilar séu að vinna á fullu. Eitt hús, sem var ekki innan rýmingarsvæðis, fór með skriðunni líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ekki er enn vitað hvort einhver var í húsinu. Rafmagnslaust er í hluta bæjarins.

Viðar Guðjónsson, blaðamaður mbl.is, er á vettvangi og lýsir því svo að drunur glymji enn í bænum. Segir hann að sjá hafi mátt fólk koma hlaupandi út af skriðusvæðinu og hópast saman í faðmlögum.

Svo virðist sem skriðan eigi upptök sín í kringum farveg Brúaráar fyrir ofan bæinn og segir Viðar að það stórsjái á fjallinu. Hins vegar sé lélegt skyggni og erfitt að átta sig nákvæmlega á aðstæðum.

Önnur skriða féll á Seyðisfjörð seinni partinn í dag og …
Önnur skriða féll á Seyðisfjörð seinni partinn í dag og eyðilagði allavega eitt hús. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikil ringulreið er í bænum eftir að önnur skriða féll, …
Mikil ringulreið er í bænum eftir að önnur skriða féll, en hún var utan rýmingarsvæðis. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is