Íbúar geta ekki hugað að húsum sínum

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem mörg svæði eru enn lokuð. Vinna er þó í gangi og metið reglulega hversu mikið og hratt hægt er að stækka vinnusvæðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ekki þykir enn óhætt fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að huga að húsum sínum. Það er þó til mats einnig og verður kynnt um leið og það þykir óhætt. Íbúar eru hvattir til að leita frekari upplýsinga hjá vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs.

mbl.is