Katrín ræddi við sveitarstjóra Múlaþings

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra ræddi við Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóra Múlaþings, í morg­un vegna ástands­ins sem þar rík­ir. Mik­il úr­koma hef­ur verið síðustu daga og í nótt hreif aur­skriða sem féll á bæ­inn í nótt með sér mann­laust timb­ur­hús.

„Það er nátt­úru­lega svaka­legt að sjá skriðu hrífa með sér ein­hver hús þó að sem bet­ur fer hafi ekki verið föst bú­seta þar,“ seg­ir Katrín. Af sam­tali við bæj­ar­stjóra sé styrk viðbragðsstjórn í gangi og bæj­ar­bú­ar taki þétt utan um hver ann­an – von­andi í óeig­in­legri merk­ingu.

Ham­far­irn­ar voru ekki til umræðu á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un. Spurð hvort þær gefi til­efni til viðbragða frá rík­is­stjórn, seg­ir Katrín að fara verði yfir það þegar fyr­ir ligg­ur hvert tjónið er. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hafði tekið í sama streng eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un.

Þarf að huga að vörn­um gegn aur­skriðum

Í kjöl­far snjóflóðanna á Flat­eyri og Suður­eyri í janú­ar var tek­in ákvörðun um að flýta upp­bygg­ingu of­an­flóðavarna um allt land og skil­greind 47 verk­efni á því sviði. Minnst 27 er þegar lokið og gert ráð fyr­ir að 35 verði lokið árið 2025, og öll­um árið 2030.

Mest er áhersl­an þar á varn­ir gegn snjóflóðum. Katrín seg­ir aðspurð að aur­skriðurn­ar gefi ekki til­efni til breyt­ing­ar á þeirri for­gangs­röðun. „Við erum með okk­ar áætl­un í rík­is­stjórn um hvaða varn­ir á að byggja upp gegn snjóflóðum og sú for­gangs­röðun er í gildi vegna þess að það eru mann­skæðustu ham­far­ir sem þú finn­ur,“ seg­ir hún. Þó þurfi að huga al­mennt að vörn­um gegn aur­skriðum.

mbl.is