Öll umferð bönnuð á Seyðisfirði

Öll umferð hefur verið bönnuð á Seyðisfirði.
Öll umferð hefur verið bönnuð á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­reglu til íbúa Seyðis­fjarðar hef­ur öll um­ferð verið bönnuð í bæn­um. Hættu­ástand er enn í gildi. Beðið er birt­ing­ar til þess að meta hættu af frek­ari skriðuföll­um. Fólk í bæn­um er mun skelkaðra en það var í gær og hef­ur komið fram gagn­rýni á upp­lýs­inga­leysi til íbúa bæj­ar­ins. 

Upp­lýs­ing­arn­ar um að um­ferð væri bönnnuð barst með smá­skila­boðum. 

Grenj­andi rign­ing eyk­ur enn á hætt­una á frek­ari skriðuföll­um. Mál manna á svæðinu er það að aðrar eins aðstæður hafi ekki komið upp í bæn­um. 

Allt aðkomu­fólk úr öðrum lands­hlut­um  hef­ur verið stúkað af og þarf að ráðfæra sig við lög­reglu áður en það sinn­ir er­ind­um sín­um. Á það við m.a. við um fjöl­miðlafólk sem komið er til Seyðis­fjarðar úr Reykja­vík sem og starfs­fólk frá nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­um. Er það gert af sótt­varn­ar­ástæðum. 

Starfs­fólk bæj­ar­ins hefiu ekki getað hafið hreins­un­ar­starf og bíður fyr­ir­mæla. 

Eins og sak­ir standa er skugg­sýnt en bú­ast má við því að fljót­lega verði hægt að meta bet­ur aðstæður í Nautak­lauf þar sem skriður hafa fallið. 

Öll umferð hefur verið bönnuð á Seyðisfirði.
Öll um­ferð hef­ur verið bönnuð á Seyðis­firði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is