Öll umferð um Seyðisfjörð bönnuð

Frá Seyðisfirði í dag.
Frá Seyðisfirði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neyðarstig og rým­ing verður áfram í gildi á Seyðis­firði næsta sól­ar­hing­inn, í það minnsta. Á sama tíma verður hættu­stig í gildi á Eskif­irði og rým­ing á því svæði sem rýmt var fyrr í dag.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. Staðan verði end­ur­met­in klukk­an ell­efu í fyrra­málið í sam­ráði við Veður­stofu Íslands.

Tekið er fram að öll um­ferð um Seyðis­fjörð sé bönnuð þar til annað verður ákveðið.

Engra er saknað eft­ir skriðurn­ar sem féllu og eng­in slys hafa verið til­kynnt. Eft­ir að staðan verður met­in á Seyðis­firði á morg­un verður send til­kynn­ing til íbúa um hvort og hvernig þeir geti vitjað og at­hugað með eign­ir sín­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ell­efu hús skemmst

Stór aur­skriða féll úr Botna­brún, milli Búðarár og Stöðvar­lækj­ar, skömmu fyr­ir klukk­an þrjú í dag og féll á tíu hús. Eitt hús skemmd­ist í skriðu nótt­ina áður. Í kjöl­farið ákvað rík­is­lög­reglu­stjóri að hækka al­manna­varna­stig á Seyðis­firði úr hættu­stigi í neyðarstig.  

All­ir íbú­ar og aðrir á Seyðis­firði voru beðnir um að mæta í fé­lags­heim­ilið Herðubreið og gefa sig fram í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins eða hringja í síma 1717. Síðar var ákveðið að Seyðis­fjörður yrði rýmd­ur, sem gekk vel að sögn lög­reglu.

Of­an­flóðavakt Veður­stofu Íslands ákvað eft­ir að skriðan féll að kanna bet­ur ástandið í öðrum fjörðum. Kom í ljós að sprung­ur í gamla Oddsk­arðsveg­in­um ofan Eskifjarðar höfðu stækkað og í kjöl­farið var ákveðið að rýma hluta af Eskif­irði og var opnuð fjölda­hjálp­ar­stöð þar.

Eng­inn þurfti á gist­ingu að halda

540 íbú­ar frá Seyðis­firði skráðu sig í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross Íslands í Eg­ilsstaðaskóla á Eg­ils­stöðum. 165 íbú­ar á Eskif­irði skráðu sig í mót­töku­stöð RKÍ sem sett var upp í Eskifjarðar­kirkju og var þeim boðið að gista í fjölda­hjálp­ar­stöð á Norðfirði. Eng­inn þurfti á gist­ingu að halda.

mbl.is