Rignt meira en á hálfu ári í Reykjavík

Ekkert hefur stytt upp á Seyðisfirði í 5 daga.
Ekkert hefur stytt upp á Seyðisfirði í 5 daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands bendir á að um 570 mm af rigningu hafi fallið á Seyðisfirði síðustu 5 daga.  

Til samanburðar bendir hún á að meðaltali sé rigning í Reykjavík u.þ.b. 860 mm á ársgrundvelli.

Í samtali við mbl.is segir Elín veðurfarið undanfarið hafa verið óvenjulegt, bæði hlýtt og stöðugt. Hún segir hvern atburðinn reka annan og ekkert stytt upp á Seyðisfirði.

Til útskýringar segir hún hlíðarnar á Austfjörðum þola vel 100 mm af rigningu, en ekki í fimm daga í röð.

mbl.is