Rignt meira en á hálfu ári í Reykjavík

Ekkert hefur stytt upp á Seyðisfirði í 5 daga.
Ekkert hefur stytt upp á Seyðisfirði í 5 daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Björk Jón­as­dótt­ir veður­fræðing­ur og fag­stjóri al­mennr­ar veðurþjón­ustu hjá Veður­stofu Íslands bend­ir á að um 570 mm af rign­ingu hafi fallið á Seyðis­firði síðustu 5 daga.  

Til sam­an­b­urðar bend­ir hún á að meðaltali sé rign­ing í Reykja­vík u.þ.b. 860 mm á árs­grund­velli.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Elín veðurfarið und­an­farið hafa verið óvenju­legt, bæði hlýtt og stöðugt. Hún seg­ir hvern at­b­urðinn reka ann­an og ekk­ert stytt upp á Seyðis­firði.

Til út­skýr­ing­ar seg­ir hún hlíðarn­ar á Aust­fjörðum þola vel 100 mm af rign­ingu, en ekki í fimm daga í röð.

mbl.is