Risavaxin skriða féll – annað hús farið

Önnur skriða féll á Seyðisfjörð og eyðilagði alla vega eitt …
Önnur skriða féll á Seyðisfjörð og eyðilagði alla vega eitt hús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Risa­vax­in skriða féll rétt í þessu á Seyðis­firði. Þetta staðfest­ir blaðamaður mbl.is á staðnum. Skriðan féll um hálf­an km aust­an við Nautak­lauf þar sem fyrri skriður hafa fallið.

Eitt hús er farið í skriðunni að sögn blaðamanns og fleiri skemmd.

Svæðið sem skriðan féll á var órýmt og var fólk á svæðinu. Seg­ir blaðamaður að fólk hafi komið þaðan hlaup­andi. Skriðan var enn að falla fimm mín­út­um eft­ir að henn­ar varð fyrst vart og fylgja mikl­ar drun­ur.

Rým­ing­ar­svæðið stækkað

Al­manna­varn­ir hafa stækkað rým­ing­ar­svæðið í bæn­um. Búið er að boða björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi á vett­vang, að sögn Jó­hanns K. Jó­hanns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa al­manna­varna.

Hann seg­ist ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hvort fólk hafi verið inni í hús­inu. 

Íbúar safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðina.
Íbúar safn­ast sam­an í fjölda­hjálp­armiðstöðina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gefi sig fram við fjölda­hjálp­ar­stöð

Mik­il­vægt er að all­ir rými hús­in sín á svæði A á Seyðis­firði og gefi sig fram við fjölda­hjálp­ar­stöðina í Herðubreið, að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar.

Viðbragðsaðilar á staðnum eru að meta stöðuna. Auk björg­un­ar­sveit­ar­manna frá Aust­ur­landi eru lög­reglu­menn á leiðinni í bæ­inn frá Reykja­vík.

Kem­ur til greina að rýma bæ­inn

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is kem­ur til greina að rýma bæ­inn, það er þó enn óstaðfest.

Guðmund­ur Jó­hann­es­son, sam­skipta­stjóri Sím­ans, staðfest­ir við mbl.is að sím­stöð bæj­ar­ins hafi orðið raf­magns­laus eft­ir að skriðan féll. Hún keyri hins veg­ar á vara­afli og sé með 90 klst. rafþol. Þá sé hægt að fylla á eldsneyti. Þrír farsíma­send­ar eru jafn­framt á svæðinu, en Guðmund­ur seg­ir að einn þeirra hafi orðið raf­magns­laus og keyri á vara­afli. Hann er aðeins með rafþol upp á 6 klst, en hinir tveir send­arn­ir eru tald­ir dekka bæ­inn vel.

Húsið sem skriðan féll á heit­ir Fram­hús. Ótt­ast er að fleiri hús séu skemmd á svæðinu, en þar eru meðal ann­ars bæj­ar­skrif­stof­ur og hús Tækni­m­inja­safns­ins.

mbl.is