Sérsveitin á leið til Seyðisfjarðar

Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi.
Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litlu mátti muna þegar aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi yrði fyr­ir aur­skriðunni sem féll á Seyðis­fjörð síðdeg­is. Hann og koll­egi hans urðu að flýja und­an skriðunni á lög­reglu­bíl.

Lík­legt þykir að einskis sé saknað eft­ir skriðuna, en enn er oft snemmt að full­yrða al­veg um það. Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra er á leið til Seyðis­fjarðar.

„Lög­reglu­menn þurftu að flýja und­an skriðunni, meðal ann­ars ég og koll­egi minn á lög­reglu­bíl og einn varð á milli skriðanna og sem bet­ur fer varð ekki und­ir neinu,“ seg­ir Þór­hall­ur Árna­son, aðal­varðstjóri í sam­tali við Viðar Guðjóns­son, blaðamann mbl.is sem stadd­ur er á Seyðis­firði.

„Við horfðum bara upp í hlíðina, beygðum, gáf­um í og kom­um okk­ur í burtu,“ seg­ir Þór­hall­ur spurður um at­vikið.

Bæj­ar­bú­um og viðbragðsaðilum brugðið

Þór­hall­ur seg­ir að gríðarleg hætta hafi skap­ast á svæðinu og því sé verið að rýma Seyðis­fjörð og koma bæj­ar­bú­um til Eg­ilsstaða. Það verður gert bæði með rút­um og einka­bíl­um. 

„Það er verið að flytja fólk á Eg­ilsstaði þar sem tekið verður á móti því.“

Spurður um mann­tjón seg­ist Þór­hall­ur nokkuð viss um að all­ir séu enn ómeidd­ir.

„Við höld­um ekki og ég held að það sé svona ákveðinn grun­ur um að svo sé rétt, en ég get ekki al­gjör­lega staðfest það.“

Sér­sveit­in á leiðinni

Aug­ljóst er að mikið starf er fyr­ir hönd­um bæði á Seyðis­firði og við mótt­töku Seyðfirðinga á Eg­ils­stöðum. Því hafa björg­un­ar­sveit­ir víðs veg­ar um Aust­ur­land verið kallaðar til, til­tækt lög­reglulið og sér­sveit rík­is­lög­relu­stjóra af höfuðborg­ar­svæðinu.

Hvert verður hlut­verk þeirra?

„Það mun bara ráðast þegar þeir lenda hérna,“ seg­ir Þór­hall­ur.

mbl.is