Sveitarstjórinn: „Þetta er náttúrulega bara áfall“

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði.
Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Ingimars­son, sveita­stjóri Múlaþings, seg­ir að aur­skriðurn­ar á Seyðis­firði séu áfall. Hann veit ekki til þess að fólk hafi verið inni í hús­un­um sem urðu fyr­ir aur­skriðu nú fyr­ir klukk­an þrjú. Verið er að ferja fólk í rút­um til Eg­ilsstaða í fjölda­hjálp­ar­stöð.

„Það komu tvær kröft­ug­ar skriður sem komu nokkuð utar en skriðurn­ar í gær og fyrra­dag,“ seg­ir hann í sam­tali við K100. 

„Þess vegna er bara verið að rýma staðinn í augna­blik­inu.“

Spurður að því hvort fólk hafi orðið fyr­ir skriðunni í dag seg­ist Björn ekki hafa fengið um það upp­lýs­ing­ar. Viðbragðsaðilar kanna nú hvort ein­hver hafi verið inni í þeim hús­um sem urðu fyr­ir skriðunni í dag, en þau er sögð nokk­ur tals­ins.

„Þetta er nátt­úru­lega bara áfall,“ seg­ir Björn um líðan bæj­ar­búa. 

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is