Týr kallaður út til Seyðisfjarðar

Varðskipið Týr á siglingu.
Varðskipið Týr á siglingu. mbl.is/Árni Sæberg

Áhöfn­in á varðskip­inu Tý hef­ur verið kölluð út til að vera til taks á Seyðis­firði eft­ir að aur­skriður hafa fallið þar með al­var­leg­um af­leiðing­um und­an­far­inn sól­ar­hring.

Land­fest­ar verða leyst­ar í Reykja­vík á næstu klukku­stund og gera má fyr­ir því að varðskipið verði komið aust­ur til Seyðis­fjarðar síðdeg­is á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina