Vona að ástandið fari skánandi

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hættu­ástand er enn á rým­ing­ar­svæði á Seyðis­firði og um­ferð þar óheim­il sem stend­ur. Beðið er birt­ing­ar til að meta ástand og gera ráðstaf­an­ir til að tryggja ör­yggi.

Gera má ráð fyr­ir að rým­ing standi í sól­ar­hring til viðbót­ar að minnsta kosti, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Dregið hef­ur lít­il­lega úr úr­komu og standa von­ir því til að ástandið fari skán­andi úr þessu. Versni staðan er áætl­un um frek­ari rým­ing­ar eða út­víkk­un á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr. Næstu til­kynn­ing­ar er að vænta um há­degi.

mbl.is