Ætlar að skreyta pálmatrén í garðinum með jólaljósum

Guðrún Líf Björnsdóttir er með pálmatré í garðinum.
Guðrún Líf Björnsdóttir er með pálmatré í garðinum.

Guðrún Líf Björns­dótt­ir jóga­kenn­ari er spennt fyr­ir jól­un­um enda verður hún á nýj­um stað á jól­un­um. Hún klæðir sig vana­lega upp á um jól­in og leyf­ir sér ým­is­legt þegar kem­ur að mat. 

Guðrún Líf seg­ir ástandið í dag krefj­andi en hún hef­ur reynt að nota tím­ann eins vel og hún get­ur til að læra meira í ljós­mynd­un.

„Hvað varðar jóga, þá hef ég iðkað það heima í stofu allt þetta ár, eða frá því ég kom heim úr jóga­kenn­ara­námi á Balí rétt fyr­ir síðustu jól. Þegar kem­ur að ferðalög­um, þá finnst mér ekki verst að geta ekki ferðast sjálf held­ur það að geta ekki tekið á móti ferðalöng­um til Íslands. Við kærast­inn minn, Vík­ing­ur Heiðar Arn­órs­son, erum með ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Exclusi­ve Reykja­vík sem tek­ur á móti hóp­um frá út­lönd­um.“

Nýt­ir öll tæki­færi til að halda upp á þau

„Já, hef alltaf verið al­gjört jóla­barn og af­mæl­is­barn og alltaf nýtt hvert tæki­færi til að halda upp á hvað sem er.“

Hvað ger­ir þú alltaf á jól­un­um?

„Ein af mín­um helstu jóla­hefðum er að setja eina til tvær gjaf­ir und­ir jóla­tréð í Kringl­unni. Það er frá­bær söfn­un fyr­ir þá sem fá eng­ar gjaf­ir á jól­un­um. Síðastliðin ár höf­um við mamma gert það að hefð að fá okk­ur jóla­platta í Hann­es­ar­holti. Það er eitt­hvað svo jóla­legt við að rölta Lauga­veg­inn og fá jóla­mat. Svo þetta hefðbundna eins og að baka sör­ur, skreyta jóla­tréð með litla bróður og fjöl­skyldu­boðin.“

Ertu dug­leg að leyfa þér góðmeti um jól­in eða ertu á heilsu­línu að gera jóga þá líka?

„Ég leyfi mér alltaf um jól­in. Það er part­ur af jóla­stemn­ing­unni.“

Hef­ur tvisvar upp­lifað jól­in á er­lendri grundu

Hef­urðu ferðast um jól­in?

„Ég hef tvisvar ferðast um jól­in. Ann­ars höf­um við alltaf haldið okk­ur heima.

Í fyrra skiptið sem ég fór til út­landa var ég 17 ára skipt­inemi á Ítal­íu, þar sem ég eyddi jól­un­um í fjalla­kofa á snjó­bretti í frönsku Ölp­un­um. Seinna skiptið var ég með fjöl­skyld­unni á Flórída. Bæði skipt­in voru skemmti­leg til­breyt­ing en mér finnst best að halda jól­in heima.“

Skreyt­ir þú mikið heima hjá þér á jól­un­um?

„Nei, við setj­um yf­ir­leitt bara upp jóla­tréð og næst­um ekk­ert annað. Ég er hins veg­ar mjög spennt fyr­ir næstu jól­um þar sem við verðum ný­flutt og planið er að setja jólaseríu á pálma­trén sem eru úti í garði.“

Hver er besta jóla­gjöf­in sem þú hef­ur fengið?

„Fyrsta sem kem­ur í hug­ann er hjólið sem kærast­inn minn gaf mér í jóla­gjöf fyr­ir nokkr­um árum. Ekki endi­lega út af hjól­inu held­ur hugs­un­inni á bak við það. En pabbi minn hjól­ar mikið og hann gaf mér það svo ég gæti hjólað með hon­um.“

Hvað með verstu gjöf­ina?

„Ég man ekki eft­ir að hafa fengið slæma jóla­gjöf nema þá kannski stærðfræðibók frá mömmu þegar ég var krakki. Ég var svo lé­leg í stærðfræði og átti að nýta jóla­fríið í að læra. Mér fannst það alls ekki skemmti­legt.“

Er eitt­hvað á óskalist­an­um hjá þér fyr­ir þessi jól­in?

„Já, það er tvennt sem mig lang­ar í. Vatns­held­ir göngu­skór og soda stream-tæki. Ann­ars er ég að reyna að til­einka mér reglu varðandi gjaf­ir fyr­ir fjöl­skyld­una, en það er að gefa upp­lif­an­ir í staðinn fyr­ir hluti.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: