Eftirminnilegt að vera á Flórída um jólin

Rósu Guðbjarts­dótt­ur bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar er margt til lista lagt. Hún ger­ir glæsi­lega kjöt­veislu á jól­un­um enda veit hún fátt skemmti­legra en að elda. 

Rósa Guðbjarts­dótt­ir veit fátt betra en nær­andi stund við lest­ur eða matseld heima hjá sér á Kirku­veg­in­um.

Rósa er mik­ill sæl­keri og eft­ir hana liggja bæk­ur sem end­ur­spegla ástríðu henn­ar á mat og hvers kyns rækt­un. Ástríðan end­ur­spegl­ast á heim­il­inu í fjölda bóka, ma­t­jurta, í hæn­um og hunda­haldi. Heim­ilið er eins og lítið sjálf­bært sveita­set­ur í miðbæ Hafn­ar­fjarðar.

Hjarta Rósu sjálfr­ar hef­ur slegið í Hafnar­f­irði nær allt henn­ar líf með stuttri viðkomu er­lend­is og í öðrum bæj­um en leiðin hef­ur alltaf legið heim til Hafn­ar­fjarðar aft­ur. Hún er með ein­dæm­um já­kvæð og horf­ir dreymn­um og bjart­sýn­um aug­um til framtíðar, bæði fyr­ir börn­in sín sem fylla hana af stolti á degi hverj­um og sam­fé­lagið sem hún hef­ur verið órjúf­an­leg­ur hluti af svo lengi. Ástin á líf­inu hef­ur komið henni í gegn­um áföll og lífs­ins áskor­an­ir og líður henni best með marga bolta á lofti.

Ævin­týraþrá togaði í fjöl­skyld­una og færði hana til Flórída um tíma. Rósa, sem er stjórn­mála­fræðing­ur í grunn­inn, hef­ur komið víða við, starfaði lengi vel við blaða- og frétta­mennsku og svo sem fram­kvæmda­stjóri Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna frá 2001-2006 þar sem hún er enn formaður stjórn­ar. Áður en hún sett­ist í stól bæj­ar­stjóra var hún bæj­ar­full­trúi og rit­stjóri hjá Bóka­fé­lag­inu.

Rósa er gift Jónasi Sig­ur­geirs­syni og eiga þau fjög­ur börn.

Finnst jól­in skemmti­leg­ur tími

„Ég er dott­in í jólagír­inn og far­in að und­ir­búa jóla­hátíðina heima við. Þetta er svo skemmti­leg­ur tími en jafn­framt anna­sam­ur á vinnustaðnum. Und­an­farn­ar vik­ur og mánuðir hafa að sjálf­sögðu verið óvenju­leg­ir hjá Hafn­ar­fjarðarbæ eins og ann­ars staðar vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ný verk­efni og nýj­ar áskor­an­ir sem gerðu ekki boð á und­an sér en hafa verið hrein viðbót við dag­leg störf og rekst­ur bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­hliða er sta­f­ræn inn­leiðing að eiga sér stað sem kall­ar á alls­herj­ar end­ur­skoðun á skipu­lagi, hugs­un og ferl­um. Við höf­um lagt áherslu á það að halda öllu gang­andi og reynt að gefa í hvað varðar fram­kvæmd­ir, viðhald og verk­efni til að sýna gott for­dæmi. Stóru verk­efn­in þessa dag­ana snúa meðal ann­ars að fjár­hags­áætl­un fyr­ir kom­andi ár. Það er í mörg horn að líta.“

Hvernig und­ir­býrðu jól­in fyr­ir Hafn­ar­fjörð?

„Við höf­um verið að koma bæn­um í jóla­bún­ing og leggj­um mikið upp úr því að hingað sé nota­legt að koma á aðvent­unni. Hér er allt til alls; frá­bær kaffi- og veit­inga­hús, fal­leg­ar sér­versl­an­ir þar sem mikið er lagt upp úr per­sónu­legri þjón­ustu svo ekki sé talað um hið eina sanna jólaþorp sem sí­fellt fleiri sækja heim á hverju ári. Hafn­ar­fjörður er orðinn sann­kallaður jóla­bær þar sem fjöl­skyld­ur og vina­hóp­ar upp­lifa hlý­lega og af­slappaða jóla­stemn­ingu. Það hef­ur verið sér­lega ánægju­legt að sjá hve marg­ir sækja okk­ur heim úr ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um og sækja í þann jóla­anda sem rík­ir í bæn­um. Jóla­hús­in í jólaþorp­inu, skreyt­ing­arn­ar í kring­um það og viðburðirn­ir draga líka marga að. Í jólaþorp­inu er hægt að kaupa list­muni og hand­verk, sæl­kera­vör­ur og annað fal­legt í jólapakk­ana.“

Jóla­ljós­in sett upp fyrr en áður

Rósa seg­ir að á þessu ári hafi verið ákveðið að setja jóla­ljós­in í miðbæn­um upp mun fyrr en áður.

„Hvít, mild ljós lífga svo ótrú­lega upp í skamm­deg­inu og hafi ein­hvern tíma verið þörf á því þá er það á þessu hausti. Kveikt var á fyrstu ljós­un­um, á trjám, staur­um og víðar, í seinni hluta októ­ber og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Íbúar nutu þess strax að gera sér ferð í miðbæ­inn til að njóta fal­legra ljós­anna og mildr­ar birt­unn­ar frá þeim. Ljós­in minna okk­ur á það sem mestu skipt­ir í líf­inu; hlýju, mildi og ást­ina. Það hef­ur verið frá­bært að sjá hve bæj­ar­bú­ar hafa tekið vel í áskor­un um að skreyta snemma í ár og setja ljós­in upp. Ég full­yrði að bær­inn hafi aldrei skartað eins fal­leg­um ljós­um og verið eins fag­ur og nú. Við erum enn að skreyta og til stend­ur að gera Hell­is­gerði að ómiss­andi viðkomu­stað fyr­ir alla fjöl­skyld­una í des­em­ber. Hlý­leik­inn mun ráða ríkj­um í Jóla­bæn­um Hafnar­f­irði á aðvent­unni.“

Hvað ger­ir þú með bæj­ar­bú­um og starfs­fólki þínu?

„Stærsti jólaviðburður­inn er þegar jólaþorpið er form­lega opnað og kveikt er á jóla­trénu á Thorsplani í upp­hafi aðvent­unn­ar. Það er jafn­an til­hlökk­un­ar­efni og safn­ast mik­ill fjöldi fólks sam­an til að njóta. Síðan hef­ur tekið við þétt dag­skrá á sviði jólaþorps­ins all­ar helg­ar og ýms­ir viðburðir í menn­ing­ar­stofn­un­um bæj­ar­ins al­veg fram að jól­um. Að þessu sinni stefn­ir allt í að lítið verði um skipu­lagða dag­skrá en við lát­um það ekki slá okk­ur út af lag­inu og not­um reynsl­una til að færa okk­ur í ann­an far­veg þar sem jóla­lög, óskipu­lögð dag­skrá og óvænt­ar uppá­kom­ur munu setja svip sinn á bæj­ar­lífið. Fast­ir liðir með starfs­fólki í Ráðhúsi Hafn­ar­fjarðar á aðvent­unni fela í sér jólapeysu­dag, jóla­hlaðborð í há­deg­inu og jóla­stund þar sem hóp­ur­inn hef­ur komið sam­an við ar­in­eld með kakó og hlýtt á upp­lest­ur val­ins rit­höf­und­ar. Hafn­ar­fjarðarbær hef­ur um nokk­urra ára skeið fært öllu starfs­fólki sveit­ar­fé­lags­ins jóla­gjöf, í heild um 2.000 gjaf­ir. Þá sækja stjórn­end­ur rúm­lega 70 starfs­stöðva glaðning­inn hingað í ráðhúsið og færa hann með fal­leg­um kveðjum til alls sam­starfs­fólks­ins okk­ar.“

Mikið fyr­ir litlu hlut­ina á jól­un­um

Ertu mikið fyr­ir jól­in sjálf?

„Já, ég hef alltaf verið mikið jóla­barn og finnst aðvent­an dá­sam­leg­ur tími. Und­ir­bún­ing­ur jól­anna og kær­leiks­rík sam­vera er í mín­um huga það besta við hátíðirn­ar. Að njóta tón­list­ar, fé­lags­skap­ar við fjöl­skyldu og vini, góðs mat­ar og al­mennra kósí­heita er það sem skipt­ir öllu máli. Gleðin felst í að geta notið litlu hlut­anna með þeim sem standa hjarta þínu næst. Að setj­ast við kerta­ljós yfir kakó­bolla og smá­köku með góðum vini eða glugga í nýju jóla­bæk­urn­ar kem­ur mér í hið eina sanna jóla­skap.“

Hvað ger­ir þú alltaf fyr­ir jól­in heima hjá þér?

„Fyr­ir utan að skreyta heim­ilið jafnt og þétt fram að jól­um baka ég alltaf smá­kök­ur, ekki síst til að fá ilm­inn í húsið. Mér hef­ur alltaf þótt mik­il­vægt að búa ekki til streitu fyr­ir jól­in og vil hafa aðvent­una friðsæla og ró­lega. Jóla­lög, kerti og ljós eru nóg fyr­ir mig. Stemn­ing­in í miðbæ Hafn­ar­fjarðar er mjög að mínu skapi og skrepp ég auðvitað all­ar helg­ar í jólaþorpið, kíki í versl­an­irn­ar og gjarn­an á kaffi­hús í leiðinni.“

Eru ein­hver jól eft­ir­minni­legri en önn­ur?

„Við fjöl­skyld­an höf­um þris­var haldið jól­in í öðru landi og óneit­an­lega verða þau eft­ir­minni­leg. Í fyrsta skiptið í Tampa á Flórída þar sem við hjón­in bjugg­um með elstu son­um okk­ar tveim­ur um tíma og svo í Lag­una Beach í Kali­forn­íu þar sem mág­ur minn býr ásamt fjöl­skyldu. Á báðum stöðum var það fyrst og fremst veðurfarið sem gerði jóla­stemn­ing­una ólíka því sem maður ann­ars er van­ur. Að spóka sig á strönd­inni á aðfanga­dag og standa á stutt­bux­um að steikja kalk­ún­ann úti í garði er nokkuð sem lif­ir í minn­ing­unni. En upp úr stend­ur að ytri um­gjörðin skipt­ir ekki máli, snjór eða sól, kalt eða hlýtt, lif­andi tré eða gervi! Hin sanna jólagleði kem­ur inn­an frá.“

Hvað skipt­ir þig mestu máli í líf­inu?

„Góð and­leg og lík­am­leg heilsa er það mik­il­væg­asta í líf­inu og að börn­un­um mín­um líði vel og séu glöð og hraust. Að vera í góðum sam­skipt­um við sam­ferðafólkið mitt skipt­ir mig líka miklu máli og að geta horft já­kvæðum aug­um fram á við þótt á móti blási. Ég reyni að temja mér það en það er ákvörðun að láta ekki bug­ast við áföll og þá er mik­ils virði að geta laðað fram ljósið í hjart­anu. Í öllu and­streymi höf­um við alltaf eitt­hvað til að þakka fyr­ir og með því að leiða hug­ann að því kom­umst við í gegn­um flesta hluti og get­um jafn­vel styrkst og vaxið. Þakk­læti ger­ir krafta­verk.“

Er eitt­hvað sem þig dreym­ir um í jóla­gjöf á þessu ári?

„Nei, ekk­ert sér­stakt. Við í fjöl­skyld­unni höf­um ekki vanið okk­ur á að panta eitt­hvað í jóla­gjaf­ir hvert frá öðru. Jóla­gjaf­ir eiga að mínu mati að koma á óvart og vera per­sónu­lega vald­ar. Og er það að sjálf­sögðu hug­ur­inn að baki sem skipt­ir öllu máli. Ég neita því þó ekki að það er alltaf gam­an að fá ein­hverja góða bók til að lesa um hátíðirn­ar. En fyrst og fremst dreym­ir mig um ást og frið öll­um til handa.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: