Fleiri myndir frá Seyðisfirði

Eyðilegg­ing­in blas­ir við blaðamönn­um og ljós­mynd­ara mbl.is sem hef­ur verið hleypt inn á Seyðis­fjörð í fylgd lög­reglu. Að blaðamönn­um frá­töld­um eru þar eng­ir nema viðbragðsaðilar og sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar. Þá hef­ur starfs­mönn­um frá raf­veitu verið hleypt inn í bæ­inn með vara­afl­stöð, en raf­magn fór af bæn­um um tíma í gær.

Eng­ar aðgerðir eru á svæðinu en eng­um hef­ur verið hleypt und­ir hlíðar fjall­anna, hvorki lög­reglu­mönn­um né öðrum.

Marg­ir Seyðfirðing­ar dvelja á hót­el­um á Eg­ils­stöðum eða gista hjá vin­um og vanda­mönn­um. 

Meðal þess sem má sjá er björg­un­ar­sveit­ar­bíll sem flóðið í gær náði til. Þær vinnu­vél­ar sem sjást á mynd­inni voru þar þegar flóðið féll. Útlit er fyr­ir að verr hefði getað farið þar sem flóðið virðist hafa farið naum­lega fram hjá nokkr­um hús­um.

Í hvíta trukknum var rafgeymirinn ferjaður.
Í hvíta trukkn­um var raf­geym­ir­inn ferjaður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Slag­ar upp í ársúr­komu í Reykja­vík

Ljóst er að enn er tals­verð hætta á skriðum. Rignt hef­ur eldi og brenni­steini í bæn­um frá því á þriðju­dag fyr­ir rúmri viku, en síðustu sjö daga hef­ur úr­kom­an verið 600 milli­metr­ar að sögn Magna Hreins Jóns­son­ar, hóp­stjóra of­an­flóða hjá Veður­stof­unni. Til sam­an­b­urðar er ársúr­koma í Reykja­vík um 860 milli­metr­ar, svo vatns­magnið er gríðarlegt.

Úrkoma hef­ur þó verið tals­vert minni í dag en und­an­farna daga held­ur en hef­ur verið síðustu daga, þótt enn séu rign­ing­ar­skúr­ir.

Eitt húsanna sem varð fyrir aurskriðu í gær.
Eitt hús­anna sem varð fyr­ir aur­skriðu í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fjöldi lít­illa aur­skriðna hafa fallið í vik­unni, en hæst ber þrjár stór­ar sem hafa fallið síðustu þrjá sól­ar­hringa. Sú fyrsta féll aðfaranótt fimmtu­dags, sú næsta aðfaranótt föstu­dags og hreif hún með sér húsið Breiðablik og flutti það um 50 metra.

Fjölmiðlamönnum hleypt inn í bæinn.
Fjöl­miðlamönn­um hleypt inn í bæ­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sú þriðja féll í eft­ir­miðdag­inn á föstu­dag og eru minnst tíu hús skemmd eft­ir hana. Bær­inn var í kjöl­farið rýmd­ur og fær eng­inn að fara inn nema með leyfi lög­reglu.

Magni seg­ir að nú sé verið að kanna um­merki eft­ir skriðurn­ar og aðstæður í hlíðunum. Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa þó feng­ist frá lög­reglu um þær aðgerðir sem eru í gangi þar.

Úrkoma hefur verið talsvert minni í dag.
Úrkoma hef­ur verið tals­vert minni í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is