„Horfði á félaga mína lenda í skriðunni“

Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði.
Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðir viðbragðsaðila á Seyðis­firði í dag hafa miðast að því að vera til taks og í hættumati á svæðinu.

Þetta seg­ir Jens Hilm­ars­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni og vett­vangs­stjóri á Seyðis­firði.

„Við höf­um verið með dróna og mynda­töku­menn hér uppi í Botn­um, og myndað og skoðað aft­ur og aft­ur, og leitað að ein­hverj­um sprung­um eða mis­fell­um í brún­inni – að ein­hverju sem gæti mögu­lega komið niður,“ seg­ir Jens við blaðamann mbl.is á Seyðis­firði.

„Þetta er gagna­öfl­un fyr­ir stöðumats­fund í fyrra­málið.“

Auk þess er fylgst með þeim verk­tök­um sem þurfa að vinna við innviði raf­magns og frá­veitu í firðinum.

Mikið skelf­ing­ar­ástand

Spurður hvort hann hafi ótt­ast að ein­hver hefði orðið und­ir skriðunni, um leið og hún féll í gær, kveður hann já við. 

„Ég stóð sjálf­ur til­tölu­lega nærri þar sem skriðan kom niður, hér inn­an við Búðará, og horfði á fé­laga mína lenda í skriðunni,“ seg­ir Jens og vís­ar til lög­regluþjón­anna sem flýja þurftu skriðuna á lög­reglu­bíl.

„Ég vissi af fleiri fé­lög­um mín­um inni í björg­un­ar­sveit­ar­húsi, og vissi af fólki í Óla [annað hús í bæn­um]. Fyrstu mín­út­urn­ar eft­ir skriðuna var nátt­úru­lega bara mikið skelf­ing­ar­ástand,“ seg­ir hann.

„Mjög fljót­lega fór þetta nú að verða skipu­lagt. Það var skipu­lögð í raun­inni tæm­ing á svæðinu. Strax bara fimm mín­út­um eft­ir að þetta ger­ist fæ ég vitn­eskju um að það komust all­ir út úr Múla og að það komust all­ir út úr Sæ­bóli. Þá fór maður að verða ró­legri.“

Stóra aurskriðan féll í bæinn um klukkan þrjú í gær.
Stóra aur­skriðan féll í bæ­inn um klukk­an þrjú í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hleypt heim við fyrsta tæki­færi

Jens seg­ir að nú sé lögð áhersla á að þau gögn, sem aflað sé til að meta stöðuna á svæðinu, kom­ist til skila.

„Og að sjálf­sögðu verður fólki sem býr hér hleypt heim við fyrsta tæki­færi. Hvort að það verði á morg­un eða hinn dag­inn, ég get ekki svarað því.“

mbl.is