Kraftaverk að enginn hafi látist

Mikið hefur reynt á íbúa Seyðisfjarðar.
Mikið hefur reynt á íbúa Seyðisfjarðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hild­ur Þóris­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti bæj­ar­stjórn­ar Seyðis­fjarðar og sveit­ar­stjórn­ar­maður Múlaþings, seg­ir rým­ingu bæj­ar­ins eft­ir nátt­úru­ham­far­irn­ar hafa gengið von­um fram­ar og að íbú­ar hafi verið mjög sam­vinnuþýðir í aðgerðunum.

„Ég ótt­ast að þetta sé ekki búið enn þá og að fleiri hús muni fara. Það er ljóst að það er gríðarlegt vatns­magn sem hef­ur safn­ast upp í fjöll­un­um,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is. „Það mun taka fólk lang­an tíma að treysta fjöll­un­um aft­ur. Það er búið að kippa öllu sem heit­ir ör­yggi und­an íbú­um Seyðis­fjarðar.“

Hamfarirnar hafa sett sterkan svip á bæinn.
Ham­far­irn­ar hafa sett sterk­an svip á bæ­inn. Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir bæj­ar­fólk hafa sýnt mikla sam­stöðu í kjöl­far áfall­anna sem dunið hafa yfir.

„Það er mikið hreins­un­ar- og upp­bygg­ing­ar­starf framund­an. En á sama tíma er al­veg ótrú­leg sam­heldni hjá fólki. Seyðis­fjörður er sam­fé­lag sem sam­an­stend­ur af íbú­um sem elska að búa þar. Það er seigla í fólki fyr­ir, og ég vona að sú seigla komi fólki í gegn­um þetta hræðilega áfall,“ seg­ir Hild­ur.

Hild­ur seg­ir það magnað að ekki hafi farið verr þegar litið er til at­b­urðarás­ar­inn­ar í heild.

„Það eru all­ir svo þakk­lát­ir fyr­ir að eng­inn hafi dáið. Í þess­um hörm­ung­um er það stóra krafta­verkið.“

mbl.is