Önnur minni skriða féll í morgun

Svona er umhorfs á Seyðisfirði.
Svona er umhorfs á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erfitt er að meta hvort hætta er á fleiri stór­um skriðum á Seyðis­firði. Þetta seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um í sam­tali við mbl.is. Rögn­vald­ur er í stjórn­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð í Reykja­vík en hann tók þátt í fundi al­manna­varna, svæðis­stjórn­ar og Veður­stof­unn­ar í morg­un.

Tvær skriður féllu í gær og hrifu með sér hús. Um klukk­an sjö í morg­un féll svo önn­ur skriða inn­an við Búðará en tjónið af henn­ar völd­um er ekki talið mikið.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Manns­líf­um ekki stefnt í hættu fyr­ir verðmæta­björg­un

„Það sem við erum að gera er að meta hættu á ann­arri skriðu. Úrkom­an hef­ur verið miklu meiri en geng­ur og ger­ist og jarðveg­ur­inn er mjög blaut­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að erfiðara sé að sjá fyr­ir aur­skriður en snjóflóð. „Í til­viki snjóflóða get­urðu séð snjó­inn og metið hvort hann er stöðugur. Þarna [í til­viki aur­skriða] sjást þær oft ekki fyrr en þær eru farn­ar af stað.“

Sér­fræðing­ar frá Veður­stof­unni eru á svæðinu auk lög­reglu­manna og sér­sveit­ar­manna og not­ast meðal ann­ars við dróna til að meta ástand jarðlaga. Rögn­vald­ur seg­ir aðspurður að sér­sveit­ar­menn hafi verið send­ir á vett­vang vegna þess að þörf var á fleiri lög­reglu­mönn­um og að hægt sé að senda þá út með eng­um fyr­ir­vara, auk þess sem þeir búi yfir dróna. 

Aðspurður seg­ir Rögn­vald­ur að ekki hafi verið tek­in ákvörðun um hvernig staðið verður að verðmæta­björg­un í dag. „Það eru ör­ugg­lega ein­hver verðmæti sem liggja und­ir skemmd­um í þeim hús­um sem hafa orðið fyr­ir tjóni og við þurf­um að skoða hvað er hægt að gera,“ seg­ir hann. Ekki megi þó hætta manns­líf­um til að bjarga ver­ald­leg­um verðmæt­um.

Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is