Skjalasafnið grafið undir þungu hlassi af aur

Ótrúleg gæfa hafi orðið til þess að enginn slasaðist í …
Ótrúleg gæfa hafi orðið til þess að enginn slasaðist í þessum hamförum. Ljósmynd/Tækniminjasafn Austurlands

Aðal­bygg­ing Tækni­m­inja­safns Aust­ur­lands varð fyr­ir um­tals­verðum skemmd­um þegar stóra skriðan féll í byggðina í Seyðis­firði um klukk­an þrjú í gær.

Bygg­ing­in sem áður hýsti megnið af safn­kosti safns­ins, prent­verk­stæði, skrif­stof­ur og skjala­safnið, er nú graf­in und­ir þungu hlassi af aur og drullu.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu safns­ins.

Enginn slasaðist í hamförunum í gær.
Eng­inn slasaðist í ham­förun­um í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Erfiðir dag­ar og full­ir af óvissu

„Skipa­smíðastöðin, með sínu glæ­nýja þaki, sem hýsti tré­smíðaverk­stæði er bók­staf­lega horf­in,“ seg­ir þar.

Ótrú­leg gæfa hafi orðið til þess að eng­inn slasaðist í þess­um ham­förum og rým­ing bæj­ar­ins gengið mjög vel.

„Þetta eru erfiðir dag­ar, full­ir af óvissu og kvíða en við höld­um ótrauð áfram og von­um að þetta safn okk­ar Seyðfirðinga eigi bjart­ari framtíð fyr­ir sér.“

mbl.is