Þurftu að rýma hjúkrunarheimilið

Ákveðið var að rýma allt bæjarfélagið í gær.
Ákveðið var að rýma allt bæjarfélagið í gær. mbl.is/Eggert

Vel gekk að rýma hjúkr­un­ar­heim­ilið Fossa­hlíð og heilsu­gæsl­una á Seyðis­firði í kjöl­far aur­skriðu sem féll á bæ­inn í gær. Þetta seg­ir Guðjón Hauks­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofn­unn­ar Aust­ur­lands, í sam­tali við mbl.is.

Sex heim­il­is­menn hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Fossa­hlíðar á Seyðis­firði voru flutt­ir á hjúkr­un­ar­heim­ilið Dyngj­una á Eg­ils­stöðum og sex fengu inn á Um­dæm­is­sjúkra­hús­inu á Nes­kaupsstað. Þá munu þrír heim­il­is­menn dvelja í heima­hús­um hjá aðstand­end­um.

Eng­ar hindr­an­ir urðu á flutn­ingi heim­il­is­manna vegna aur­skriðanna eða rign­ing­ar­inn­ar, en Guðjón seg­ist afar ánægður með þá sem aðstoðuðu við rým­ing­una, sem og starfs­fólk heim­il­anna á Nes­kaupstað og Eg­il­stöðum, en það hafi brugðist hratt og vel við þegar þurfti að rýma bæ­inn.

mbl.is