Tilkynna þurfi tjón sem fyrst

Stærsta skriðan féll um klukkan þrjú í gær.
Stærsta skriðan féll um klukkan þrjú í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il­vægt er að þeir sem telja sig hafa orðið fyr­ir tjóni af völd­um nátt­úru­ham­far­anna á Seyðis­firði til­kynni um það eins fljótt og kost­ur er, í gegn­um vef Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Skyldu­vá­tryggt hjá stofn­un­inni

Hús­eign­ir og bruna­tryggt inn­bú sem orðið hef­ur fyr­ir aur­skriðum á Seyðis­firði á síðustu dög­um sé skyldu­vá­tryggt hjá stofn­un­inni.

„Full­trú­ar NTÍ vinna nú að skipu­lagi tjóna­mats og því mik­il­vægt að all­ar til­kynn­ing­ar ber­ist sem fyrst,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Einnig megi til­kynna tjón og fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um meðferð tjóna­mála í síma 575-3300.

mbl.is