Tilkynna þurfi tjón sem fyrst

Stærsta skriðan féll um klukkan þrjú í gær.
Stærsta skriðan féll um klukkan þrjú í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum náttúruhamfaranna á Seyðisfirði tilkynni um það eins fljótt og kostur er, í gegnum vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Skylduvátryggt hjá stofnuninni

Húseignir og brunatryggt innbú sem orðið hefur fyrir aurskriðum á Seyðisfirði á síðustu dögum sé skylduvátryggt hjá stofnuninni.

„Fulltrúar NTÍ vinna nú að skipulagi tjónamats og því mikilvægt að allar tilkynningar berist sem fyrst,“ segir í tilkynningunni.

Einnig megi tilkynna tjón og fá nánari upplýsingar um meðferð tjónamála í síma 575-3300.

mbl.is