Á þessum svæðum gildir enn rýming

Rýming gildir enn á gulum svæðum.
Rýming gildir enn á gulum svæðum.

Á meðfylgj­andi mynd má sjá þau svæði og göt­ur á Seyðis­firði þar sem rým­ing­ar eru enn í gildi, merkt með gul­um lit.

Á öðrum svæðum hef­ur rým­ingu verið aflétt.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu er áréttað að óviðkom­andi um­ferð um bæ­inn er enn bönnuð.

Þeir íbú­ar sem fá að snúa aft­ur þurfa að gefa sig fram við veglok­un­ina á Fjarðar­heiði. Íbúar sem ekki hafa bíl til umráða geta gefið sig fram í fjölda­hjálp­ar­stöðinni í Eg­ilsstaðaskóla.

mbl.is