„Ég sá bara húsin koma niður“

Fjölskyldan var glöð í bragði þegar blaðamann bar að garði, …
Fjölskyldan var glöð í bragði þegar blaðamann bar að garði, en vikan hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seyðfirðing­arn­ir Guido Bäu­mer og Vig­dís Klara Ara­dótt­ir sneru aft­ur til Seyðis­fjarðar í kvöld ásamt son­um sín­um þeim Matth­íasi, sem er sjö ára, og Ma­rek, þrett­án ára.

Fjöl­skyld­an þurfti að yf­ir­gefa leigu­hús­næði sem hún dvaldi í í kjöl­far skriðunn­ar á föstu­dag, en hún var mætt með far­ang­ur­inn á pall­in­um fyr­ir fram­an inn­gang húss­ins, sem stend­ur við regn­boga­götu bæj­ar­ins, þegar blaðamann mbl.is bar að garði.

Þegar hann spyr hvernig fjöl­skyld­unni líst á að vera snú­in aft­ur til síns heima hróp­ar Matth­ías: „Gam­an!“

„Bakkaðu, bakkaðu!“

„Við vor­um mjög hrædd. Það heyrðust drun­ur og þetta var skelfi­legt,“ seg­ir Guido.

Rifjuðu þau upp þegar stærsta skriðan féll.

„Pabbi, manstu þegar við vor­um að kíkja á vinnusvæðið, þá sagði mamma: Hey! Bakkaðu, bakkaðu!,“ seg­ir Matth­ías.

Til út­skýr­ing­ar seg­ir Guido: „Ég var nefni­lega með bíl­inn þegar þetta byrjaði. Ég sá þetta ekki strax. Við byrjuðum að hlaupa og ég byrjaði að beygja til baka á fleygi­ferð. Það var erfitt að sjá þetta því það var svo mik­il þoka. Ég sá bara hús­in koma niður, ekki mold­ina. Fólk var að hlaupa og öskra. Svona var það,“ seg­ir hann.

Eng­ar skriður að koma

„Þegar ég var að fara heim var ég mjög grát­andi því við kom­umst ekki heim út af straumi og drullu, við fór­um bara beint í Herðubreið og þá var ég ennþá leiður,“ seg­ir Matth­ías.

„Þá fór ég að gá, og það var allt í lagi þá því það voru eng­ar skriður að koma.“

Að von­um er fjöl­skyld­an þakk­lát að geta loks slakað á á Seyðis­firði yfir jól­in.

mbl.is