Fjórir ráðherrar til Seyðisfjarðar á þriðjudag

Lísa segir í samtali við mbl.is að ákvörðun hafi verið …
Lísa segir í samtali við mbl.is að ákvörðun hafi verið tekin á hádegi í dag um að ráðherrarnir færu á þriðjudag, enda hafi heimamenn í nægu að snúast og verið sé að meta aðstæður í kjölfar skriðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferð fjögurra ráðherra úr ríkisstjórn Íslands til Seyðisfjarðar, sem fyrirhuguð var á morgun, verður farin á þriðjudag. Var það ákveðið í samráði við heimamenn, að sögn Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanns Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Lísa segir í samtali við mbl.is að ákvörðun hafi verið tekin á hádegi í dag um að ráðherrarnir færu á þriðjudag, enda hafi heimamenn í nægu að snúast og  verið sé að meta aðstæður í kjölfar skriðanna. Nú sé unnið að því að koma ráðherrunum í áætlunarflug til Egilsstaða á þriðjudagsmorgun, þó ekki sé hlaupið að því með svo skömmum fyrirvara á þessum tíma árs.

Ráðherrarnir fjórir: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra almannavarna, verða skimaðir fyrir kórónuveirunni á morgun líkt og allir sem fara til Seyðisfjarðar þessa dagana.

mbl.is