Fyrstu íbúarnir snúa aftur heim

Þórir Magni og Jóhanna Pálsdóttir, Seyðfirðingar. Jóhanna segir að jólin …
Þórir Magni og Jóhanna Pálsdóttir, Seyðfirðingar. Jóhanna segir að jólin skipti litlu máli þegar upp er staðið. Mestu skiptir að engum hafi orðið meint af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hanna Páls­dótt­ir, Þór­hall­ur Jóns­son og Þórir Magni eru á meðal fyrstu íbú­anna til að snúa aft­ur til síns heima í Seyðis­firði, eft­ir að bær­inn var rýmd­ur í kjöl­far aur­skriðunn­ar sem féll á föstu­dag. Viðar Guðjóns­son blaðamaður mbl.is tók fjöl­skyld­una tali, sem var að von­um ánægð að geta snúið heim fyr­ir jól.

„Þetta er allt eitt­hvað svo rosa­lega óraun­veru­legt, það er bara eins og maður hafi verið í ein­hverri bíó­mynd. Fyrst og fremst er maður svo þakk­lát­ur, mér finnst bara krafta­verk að eng­inn skuli hafa orðið und­ir. Maður er bú­inn að vera upp frá og tala við vini og ætt­ingja sem hafa verið á hlaup­um und­an skriðunum. En þetta er nátt­úru­lega al­veg rosa­legt tjón fyr­ir þá sem misstu sitt, það er nátt­úru­lega hræðilegt,“ seg­ir Jó­hanna.

Voruð þið skelkuð á ein­hverj­um tíma­punkti?

„Já. Þegar stóra skriðan féll. Þá var ég inni með næ­stelsta syni mín­um og maður hljóp bara út. Maður sá ekk­ert, það var svo mik­il þoka þannig að maður vissi ekki hvaðan þetta var að koma.

Síðan kom dótt­ir okk­ar sem býr með kær­asta sín­um, þau komu og sögðu okk­ur hvað hafði gerst. Síðan var nátt­úru­lega farið strax inn í Herðubreið. Það gekk ótrú­lega vel, það var ótrú­legt hvað það tók stutt­an tíma að rýma all­an bæ­inn,“ seg­ir Jó­hanna.

Jól­in auka­atriði þegar upp er staðið 

Fjöl­skyld­an gisti á Hót­el Vala­skjálf og fékk sér að borða í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins á Eg­ils­stöðum. Spurð hvort ham­far­irn­ar hafi ekki sett strik í jó­laund­ir­bún­ing­inn seg­ir Jó­hanna:

„Jól­in eru bara auka­atriði ein­hvern veg­inn. Þau fóru bara á bið. Svona hlut­ir skipta engu máli þegar þetta allt er búið að ganga á. það er bara helst að maður sé með fólk­inu sínu,“ seg­ir Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina