„Jólagreiðslurnar verða lifandi og í 70's-stíl“

Katrín Sif Jóns­dótt­ir er lífs­glaður hár­greiðslu­meist­ari sem hef­ur enda­laus­an áhuga á hári. Þegar hár­geiðslu­stof­um var lokað vegna veirunn­ar tók hún sig til og gerði vef­tíma­rit um hár. Katrín Sif er einn af eig­end­um Sprey Hár­stofu. Hún stofnaði ný­lega vef­tíma­ritið Bubble þar sem hún sýn­ir les­end­um allt það nýj­asta í sam­bandi við hár og greiðslur.

„Jóla­greiðslurn­ar verða lif­andi og í 70's-stíl þar sem bylgj­ur, krull­ur og hárskraut verður vin­sælt. All­ir geta verið með bylgj­ur sama hvort hárið er stutt eða sítt. Hárið get­ur verið slegið, sett í lágt tagl eða poppað upp með fal­leg­um spenn­um. Snúðar eru líka alltaf mjög vin­sæl­ir; lág tögl og lág­ir snúðar.“

Katrín Sif seg­ir að þegar búið er að und­ir­búa hárið með bylgj­um eða krull­um þá sé svo auðvelt að gera meira við það. Hreyf­ing ger­ir mikið fyr­ir greiðsluna.

Hárskraut hef­ur verið mjög vin­sælt. Það er nauðsyn­legt að hafa spenn­ur í hár­inu á jól­un­um, perl­ur eða eitt­hvað sem glitr­ar smá­veg­is á.

Þeir sem velja að vera með slétt hár eru gjarn­an með smá­veg­is vængi, sem er í anda 70's-tíma­bils­ins. Það finnst mér mjög sætt. Hægt er að setja spennu eða spöng í hárið til að gera aðeins meira fyr­ir út­litið. Lág­ir snúðar eru alltaf mjög smart og stíl­hrein­ir. Við erum bæði að sjá mjög ein­fald­ar greiðslur og svo líka þar sem til dæm­is bylgj­ur eru sett­ar í hárið og svo spennt í lít­inn úf­inn snúð.“

Katrín seg­ir að fólki líði bet­ur ef hárið er í lagi.

„Við eig­um öll skilið að líta vel út og gera okk­ur til. Það skipt­ir ekki máli þótt þú sért ekki að fara út eða á meðal fólks. Við vit­um öll að þegar við klæðum okk­ur upp á; för­um í kjól­inn eða nýju skyrt­una, þá líður okk­ur vel. Þar að auki vilja all­ir eiga flott­ar ljós­mynd­ir af sér um hátíðirn­ar.“

Hvað með efni í hárið?

„Mitt upp­á­halds­efni er frá Kevin.Murp­hy og heit­ir Anti.Gra­vity Sprey. Það er bæði hægt að blása hárið upp úr því og þá verður hárið viðráðan­legra og með meiri fyll­ingu og svo er hægt að nota það í þurrt hárið og sem dæmi krulla hárið.“

Hvers vegna ákvaðstu að gera hár­tíma­rit?

„Ég vildi ekki sitja aðgerðalaus á meðan hár­greiðslu­stof­an okk­ar var lokuð og tók þá skrefið og byrjaði með vef­tíma­rit. Vin­kona mín, Ása Berg­mann, sem er hönnuður í Dan­mörku, hjálpaði mér að setja upp síðuna og bjó til vör­merkið. Hún hjálpaði mér með verk­efnið. Tíma­ritið er bæði fyr­ir fag­menn og áhuga­fólk um hár og tísku.

Planið er að gefa út blað í hverj­um mánuði og hægt er að kaupa vör­ur mánaðar­ins sem nefnd­ar verða í hverju blaði. Ég hef mjög gam­an af því sem ég geri og læri ekki síður mikið á því að skrifa um hár. Mig lang­ar að hvetja alla til að skoða það sem ég er að gera á bubblemagaz­ine.is og á In­sta­gram.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: