Jólin breyttust eftir andlát dótturinnar

Brynja Björk í París á jólunum.
Brynja Björk í París á jólunum.

Brynja Björk Birg­is­dótt­ir safn­stjóri held­ur ódæmi­gerð jól að eig­in sögn. Hún hef­ur gert sér far um að mynda ekki fast­ar jóla­hefðir und­an­far­in ár. Eft­ir að yngri dótt­ir henn­ar lést eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein og eldri dótt­ir henn­ar flutti að heim­an hef­ur hún haldið alls kon­ar jól. 

„Sver­res­borg er úti­m­inja­safn, borg­ar­minja­safn og því fylg­ir líka Sjó­minja­safnið í Þránd­heimi og rúst­ir miðalda­kastal­ans. Við erum með heil­mikla jóla­dag­skrá og stór­an jóla­markað svo það er í nógu að snú­ast þessa dag­ana.“

Hvað hef­urðu verið lengi bú­sett í Nor­egi?

„Ég flutti fyrst til Þránd­heims árið 1994. Ég flutti svo aft­ur heim á móti straumn­um árið 2011. Ég fékk fljótt heimþrá aft­ur til Nor­egs og sneri aft­ur hingað árið 2016. Íslensk­ir vin­ir mín­ir vilja meina að ég sé aga­lega norsk og norsk­ir vin­ir líta á mig sem Norðmann með ís­lensku ívafi.“

Ætlar að vera með dótt­ur sinni á jól­un­um

Hvernig eru hin dæmi­gerðu jól hjá þér?

„Jól­in hjá mér eru ódæmi­gerð má segja. Ég hef gert mér far um að mynda ekki fast­ar jóla­hefðir und­an­far­in ár. Ég hef gert það sem mig hef­ur langað til það árið. Eft­ir að yngri dótt­ir mín lést eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein og eldri dótt­ir mín flutti að heim­an hef ég haldið alls kon­ar jól. Með vina­fólki á lúx­us­hót­eli í Par­ís, hjá vin­konu í norsk­um smá­bæ og nú síðast í sum­ar­bú­stað í Skorra­dal. Í ár stend­ur til að halda jól hjá dótt­ur minni, tengda­syni og litlu ömmu­stelp­unni minni sem búa í Tromsø í Norður-Nor­egi. Eina dæmi­gerða hefðin í nokk­ur ár hef­ur verið að eyða einni helgi á aðvent­unni hjá dótt­ur minni, þá bök­um við og ger­um eitt­hvað jóla­legt sam­an. Nú þegar hún er kom­in með fjöl­skyldu býst ég við að það mynd­ist aft­ur fast­ari hefðir með ömmu­hlut­verk­inu.“

Brynja Björk Birgisdóttir er safnstjóri á Sverresborg sem er eitt …
Brynja Björk Birg­is­dótt­ir er safn­stjóri á Sver­res­borg sem er eitt af stærri söfn­um í Þránd­heimi í Nor­egi.

Brynja seg­ir Norðmenn nota jólareyk­elsi á aðvent­unni, svo­kallað kóng­areyk­elsi.

„Sú lykt er orðin ómiss­andi hjá mér á aðvent­unni. Svo er pinna­kjöt, þurrkuð og söltuð lambarif bor­in fram með róf­u­stöppu og kart­öfl­um, fast­ur liður á jóla­mat­seðlin­um.“

Hvað gera Norðmenn öðru­vísi en við Íslend­ing­ar?

„Norsku jól­in eru að miklu leyti lík þeim ís­lensku. Ég er vön að segja að það sé lít­ill menn­ing­armun­ur á okk­ar helstu siðum og venj­um, aðeins lit­brigði. Jól­in eru hringd inn klukk­an fimm á aðfanga­dag. Fjöl­skyld­ur og gjarn­an stór­fjöl­skyld­an borða sam­an og taka upp gjaf­ir eins og á Íslandi. Jóla­boð eru á jóla­dag, jóla­mess­ur, jóla­tónlist og sam­vera er líkt og við þekkj­um á Íslandi.“

Fal­legt jóla­tré með minn­ing­um

Brynja er með fal­legt jóla­tré á jól­un­um.

„Ég er ein af þeim sem verða að hafa lif­andi tré og alls ekki of snemma í des­em­ber. Þegar ég hef ekki verið heima yfir sjálfa jóla­hátíðina hef ég valið að setja ekki upp hefðbundið greni­tré, en finnst samt huggu­legt að taka fram eitt­hvað af jóla­skrauti og ljós­um. Þá hef ég gjarn­an skreytt fal­lega lif­andi grein með jóla­trés­skrauti og notið henn­ar síðustu dag­ana á aðvent­unni. Hug­mynd­in er stol­in og stíl­færð en tréð er nokkr­ar lif­andi grein­ar sem heita á norsku „troll­hassel“. Grein­arn­ar eru skemmti­lega kræklótt­ar og það er nóg pláss fyr­ir skraut. Á þetta tré valdi ég skraut sem er stíl­hreint í hvítu og silfri. Ég notaði skraut sem hef­ur per­sónu­lega merk­ingu fyr­ir mig; engla­vængi fyr­ir dótt­ur mína, hjarta fyr­ir ást­ina, kúl­ur sem ég prjónaði sjálf, Georg Jen­sen-skraut frá móður minni og papp­írs­stjörn­ur frá jóla­markaðnum á safn­inu. Mér finnst nota­legt að horfa á tréð á dimm­um des­em­ber­kvöld­um og ylja mér við góðar minn­ing­ar.“

Brynja Björk gerir einstaklega fallegt jólatré árlega.
Brynja Björk ger­ir ein­stak­lega fal­legt jóla­tré ár­lega.

Hvernig er í Nor­egi um þess­ar mund­ir?

„Í Nor­egi erum við upp­tek­in af kór­ónu­veirunni og varúðarráðstöf­un­um eins og heim­ur­inn all­ur. Það set­ur sitt mark á allt sam­fé­lagið og und­an­fari jól­anna verður öðru­vísi í ár. Allt er ró­legra og minna fé­lags­líf eins og gef­ur að skilja. Við í safna­geir­an­um finn­um mikið fyr­ir þessu; eng­ir er­lend­ir ferðamenn, lítið um skóla­heim­sókn­ir og ýms­ar nauðsyn­leg­ar tak­mark­an­ir sem setja okk­ur skorður í starf­sem­inni. Ann­ars reyn­ir fólk að lifa sem eðli­leg­ustu lífi. Útivera er stór hluti af hvers­dags­líf­inu hér. Göngu­ferðir og skíðaferðir í skóg­in­um eru jafn­sjálf­sagðar hér og sund­ferðir eru á Íslandi. Sem bet­ur fer er óhætt og hollt að nota skóg­inn á þess­um tím­um.“

Brynja seg­ir gam­an að vera í Nor­egi um jól­in og að Norðmenn séu skiplagðir um jól­in.

„Fólk í Nor­egi skipu­legg­ur frek­ar snemma hvar það verður og með hverj­um um jól­in. Hjá ömmu og afa, heima eða í bú­staðnum og þess hátt­ar.“

Íslands­ferð á óskalist­an­um

Hvað ger­ir þú aldrei á jól­un­um?

„Ég fer aldrei á jóla­tón­leika.“

Sverresborg Tröndelag folkemuseum er huggulega skreytt.
Sver­res­borg Tröndelag fol­kem­u­se­um er huggu­lega skreytt.

Hver er besta jóla­gjöf­in að þínu mati?

„Besta jóla­gjöf­in er að geta verið í fríi og notið ró­legra daga með fólki sem manni finnst vænt um. Bestu pakk­arn­ir eru þeir sem segja eitt­hvað um gef­and­ann, per­sónu­leg­ar gjaf­ir sem hafa merk­ingu um­fram sjálf­an hlut­inn.“

Er eitt­hvað á óskalist­an­um þínum?

„Í ár væri það helst Íslands­ferð án sótt­kví­ar og ve­sens.

Ég sem er ekki upp­tek­in af nú­tíma jólasiðum setti fyr­ir nokkr­um árum upp sýn­ingu á jól­um til forna. Rann­sakaði upp­haf jóalsiða allt aft­ur á brons­öld og vík­inga­öld, og hvernig þeir þróuðust í siðina sem við þekkj­um í dag. Jóla­bjór og jóla­svein­ar eiga sem dæmi mjög skemmti­legt og æva­gam­alt upp­haf.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: