Kynna skipulag heimfarar síðar í dag

Ellefu hús við Hafnarstræti og nágrenni eru skemmd.
Ellefu hús við Hafnarstræti og nágrenni eru skemmd. Ljósmynd/Lögreglan

Neyðarstig al­manna­varna með rým­ingu er enn í gildi á Seyðis­firði og hluta Eskifjarðar.

Al­manna­varn­ir og lög­reglu­stjór­inn á Aust­ur­landi funduðu með of­an­flóðasér­fræðing­um Veður­stofu Íslands, aðgerðastjórn, vett­vangs­stjórn og full­trú­um mik­il­vægra innviða og stofn­ana á Aust­ur­landi fyr­ir há­degi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Á Seyðis­firði vinna of­an­flóðasér­fræðing­ar Veður­stofu ásamt sam­starfsaðilum enn að frek­ari mæl­ing­um á skriðusvæðum. Stend­ur til að skil­greina sér­stök hættu­svæði og svæði sem telj­ast ör­ugg í bæn­um.

Mun aðgerðastjórn í kjöl­farið til­kynna hvernig best sé að skipu­leggja heim­för íbúa á ör­ugg svæði. Stefnt er að því að kynna skipu­lagið milli klukk­an 14 og 15 í dag.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jó­hann K. Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, að ekki sé hægt að lofa því að svo stöddu íbú­ar geti farið heim í dag en hugs­an­lega verði hægt að aflétta rým­ingu sumra svæða. Rögn­vald­ur Ólafs­son hjá al­manna­vörn­um hef­ur áður sagt það sama.

Á Eskif­irði er unnið að mæl­ing­um á Oddsk­arðsvegi og verður staðan end­ur­met­in síðar í dag. Þar má gera ráð fyr­ir að niður­stöður mæl­inga liggi fyr­ir um klukk­an fimm og standa von­ir til að aflétta megi rým­ingu að hluta eða öllu leyti, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Bent er á að fjölda­hjálp­armiðstöðin í Kirkju- og menn­ing­ar­hús­inu að Dal­braut 2 er opin í dag.

Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is