Rýmingu á Eskifirði aflétt

Frá fjöldahjálparstöðinni á Eskifirði á föstudag.
Frá fjöldahjálparstöðinni á Eskifirði á föstudag.

Rýmingu á Eskifirði hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ákvörðunin um afléttinguna var tekin í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofunnar, og mun fjöldahjálparstöðinni í Eskifjarðarkirkju því vera lokað kl. 15.30. 

Fram kemur í tilkynningunni að mikil hreyfing hafi verið á tveimur stöðum í Oddsskarðsvegi á fimmtudag og hafi sprungur opnast þar.

Þá hafi lítið hreyfing verið á því svæði í gær, en Oddsskarðsvegur verður þó áfram lokaður í óákveðinn tíma. 

Fyrri tilmæli um að fólk gæti varúðar við Grjótá og Lambeyrará falla nú úr gildi, að sögn lögreglu.

mbl.is