Rýmingu á Eskifirði aflétt

Frá fjöldahjálparstöðinni á Eskifirði á föstudag.
Frá fjöldahjálparstöðinni á Eskifirði á föstudag.

Rým­ingu á Eskif­irði hef­ur nú verið aflétt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Ákvörðunin um aflétt­ing­una var tek­in í sam­ráði við of­an­flóðavakt Veður­stof­unn­ar, og mun fjölda­hjálp­ar­stöðinni í Eskifjarðar­kirkju því vera lokað kl. 15.30. 

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að mik­il hreyf­ing hafi verið á tveim­ur stöðum í Odds­skarðsvegi á fimmtu­dag og hafi sprung­ur opn­ast þar.

Þá hafi lítið hreyf­ing verið á því svæði í gær, en Odds­skarðsveg­ur verður þó áfram lokaður í óákveðinn tíma. 

Fyrri til­mæli um að fólk gæti varúðar við Grjótá og Lamb­eyr­ará falla nú úr gildi, að sögn lög­reglu.

mbl.is