Staðráðin í að styðja við uppbygginguna

Lilja Alfreðsdóttir segir menningartjónið vera eitt það mesta í seinni …
Lilja Alfreðsdóttir segir menningartjónið vera eitt það mesta í seinni tíð. mbl.is/RAX

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra seg­ist staðráðin í því að styðja við upp­bygg­ingu byggðar­inn­ar á Seyðis­firði. Tjónið sem aur­skriðurn­ar ollu sé eitt það mesta sem orðið hafi á menn­ing­ar­minj­um í seinni tíð.

„Það er erfitt að heyra af þessu mikla menn­ing­ar­tjóni,“ seg­ir Lilja í Face­book-færslu.

Hún hafi átt í mikl­um sam­skipt­um við for­svars­menn Minja­stofn­un­ar vegna þessa.

Dr. Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir for­stöðumaður Minja­stofn­un­ar sagði í sam­tali við mbl.is í dag að stofn­un­in væri öll af vilja gerð til að aðstoða þá sem vilja end­ur­reisa hús sín, en mörg hús í bæn­um eru um og yfir hundrað ára göm­ul.

mbl.is