Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist staðráðin í því að styðja við uppbyggingu byggðarinnar á Seyðisfirði. Tjónið sem aurskriðurnar ollu sé eitt það mesta sem orðið hafi á menningarminjum í seinni tíð.
„Það er erfitt að heyra af þessu mikla menningartjóni,“ segir Lilja í Facebook-færslu.
Hún hafi átt í miklum samskiptum við forsvarsmenn Minjastofnunar vegna þessa.
Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar sagði í samtali við mbl.is í dag að stofnunin væri öll af vilja gerð til að aðstoða þá sem vilja endurreisa hús sín, en mörg hús í bænum eru um og yfir hundrað ára gömul.