Útlit betra með lítilli rigningu

Yfirstjórn lögreglunnar á Austurlandi og aðgerðastjórnar á svæðinu sitja nú …
Yfirstjórn lögreglunnar á Austurlandi og aðgerðastjórnar á svæðinu sitja nú á fundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að vera núna úr­komu­laust og er svo sem bara út­lit fyr­ir litla rign­ingu næstu daga, þannig að það lít­ur bet­ur út,“ seg­ir Magni Hreinn Jóns­son, of­an­flóðasér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is um ástandið fyr­ir aust­an. Mikl­ar rign­ing­ar und­an­farna daga hafa valdið aur­skriðum með þeim af­leiðing­um að minnst 10 hús eru ónýt á Seyðis­firði og bær­inn í heild sinni hef­ur verið rýmd­ur, auk hluta Eskifjarðar.

Magni seg­ir ekki margt nýtt í stöðunni, en að verið sé að meta hlíðarn­ar sem aur­skriðurn­ar hafi verið að falla úr. Mik­il­væg­ast sé að hætt sé að rigna svo að vatn sem sit­ur í jarðveg­in­um minnki.

Yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi og aðgerðastjórn­ar á svæðinu sitja nú á fundi og í kjöl­farið mun yf­ir­stjórn funda með full­trú­um Veður­stofu Íslands, al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og ýms­um viðbragðsaðilum þar sem farið verður yfir aðstæður og fram­haldið metið.

mbl.is