„Allt í stórhættu og Guðs hendi“

Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi.
Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Krist­ins­son, vara­formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs, er einn þeirra fjöl­mörgu sem staðið hafa í ströngu á Seyðis­firði og vann meðal ann­ars það af­rek að bjarga fé­laga sín­um úr björg­un­ar­sveit­ar­bíl í miðri aur­skriðu. Morg­un­blaðið spurði Davíð hvernig þetta hefði gerst.

„Þarna var björg­un­ar­sveit­ar­bíll, al­veg í jaðri skriðu, sem varð fyr­ir flóðinu, færðist lang­ar leiðir og kastaðist til. Þetta er hátt í sjö tonna trukk­ur og ef þetta hefði verið öðru­vísi bíll, þá hefði maður­inn ekki verið til frá­sagn­ar,“ seg­ir Davíð.

Björgunarsveitarmaður telur fólk á leið heim til Seyðisfjarðar.
Björg­un­ar­sveit­armaður tel­ur fólk á leið heim til Seyðis­fjarðar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég stökk til, en sá ekk­ert inn í bíl­inn fyr­ir aur og drullu, framrúðan far­in svo ég hélt að húsið væri fullt af aur. Ég brýt rúðuna og reyni samt að opna bíl­inn, en það var stór steinn fyr­ir. Ég veit ekki hvort við hreyfðumst eða skriðan hreyfðist, en ég næ að toga mann­inn út, við kom­umst út og náum ein­hvern veg­inn að synda út úr skriðunni.“

Við björg­un­ar­sveit­ar­húsið skapaðist líka hætta. „Inni í stjórn­stöðinni um 20-30 manns og aur­skriða á leiðinni. Það var allt í stór­hættu ásamt bæj­ar­bú­um. Það var allt í Guðs hendi og það fékk að lifa.“

Spýtnabrak og lausamunir fljóta í sjó fram og grannt er …
Spýtna­brak og lausa­mun­ir fljóta í sjó fram og grannt er fylgst með. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: