Í rándýrri skíðaúlpu í Aspen

Rebel Wilson í rándýrri skíðaúlpu.
Rebel Wilson í rándýrri skíðaúlpu. Skjáskot/Instagram

Það var ekkert sparað til í skíðafríi leikkonunnar Rebel Wilson í Aspen í Colorado um helgina. Leikkonan klæddist þar úlpu frá Fendi sem kostar hátt í hálfa milljón. 

Wilson birti fjölda mynda af sér, kærastanum sínum Jacob Busch og vinum þeirra í skíðabrekkunum í Aspen, en skíðasvæðið þykir eitt það besta í heiminum. 

Þegar maður skíðar á einu flottasta skíðasvæði heims dugar lítið að vera í gömlum Kraft-galla og því var Wilson í úlpu og skóm frá Fendi. Úlpan kostar um 3.600 bandaríkjadali eða um 460 þúsund íslenskar krónur. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)



mbl.is