Lítil sem engin úrkoma á Seyðisfirði

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lít­il sem eng­in úr­koma hef­ur fallið á Seyðis­firði síðustu klukku­tím­ana og svo virðist sem rign­ing­ar­tíma­bil­inu þar sé að ljúka.

Úrkom­an hef­ur numið  tveim­ur til þrem­ur milli­metr­um síðustu tím­ana en þrem­ur til fjór­um milli­metr­um síðasta sól­ar­hring­inn.

Að sögn veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands kóln­ar í kvöld og fram á morg­undag­inn fyr­ir aust­an og bú­ist er við lít­ils­hátt­ar snjó. Best er að bíða með að draga álykt­an­ir af veðrinu í tengsl­um við hættu á aur­skriðum þangað til skriðusér­fræðing­ar hafa metið stöðuna í birt­ingu.

Í gær var greint frá því að 305 íbú­ar hefðu snúið til síns heima á Seyðis­firði en 276 íbú­ar bíða þess enn. Hættu­stig er í bæn­um vegna skriðuhættu. 

Of­an­flóðasér­fræðing­ar Veður­stofu Íslands hafa, ásamt sam­starfsaðilum, metið hættu á frek­ari skriðuföll­um á til­tekn­um svæðum á Seyðis­firði og gild­ir áfram rým­ing um þau.

mbl.is