Lítil sem engin úrkoma á Seyðisfirði

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítil sem engin úrkoma hefur fallið á Seyðisfirði síðustu klukkutímana og svo virðist sem rigningartímabilinu þar sé að ljúka.

Úrkoman hefur numið  tveimur til þremur millimetrum síðustu tímana en þremur til fjórum millimetrum síðasta sólarhringinn.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kólnar í kvöld og fram á morgundaginn fyrir austan og búist er við lítilsháttar snjó. Best er að bíða með að draga ályktanir af veðrinu í tengslum við hættu á aurskriðum þangað til skriðusérfræðingar hafa metið stöðuna í birtingu.

Í gær var greint frá því að 305 íbú­ar hefðu snúið til síns heima á Seyðis­firði en 276 íbú­ar bíða þess enn. Hættustig er í bænum vegna skriðuhættu. 

Of­an­flóðasér­fræðing­ar Veður­stofu Íslands hafa, ásamt sam­starfsaðilum, metið hættu á frek­ari skriðuföll­um á til­tekn­um svæðum á Seyðis­firði og gild­ir áfram rým­ing um þau.

mbl.is